Erlent

Var ný sloppinn úr fangelsi

Leiðtogi hryðjuverkahópsins sem sprengdi lestarnar í Madríd 11. mars var dæmdur í fjórtán ára fangelsi á Spáni árið 1997 vegna tengsla sinna við alsírskan hryðjuverkahóp en látinn laus úr haldi fyrir tveimur árum þegar dómurinn var styttur. Maðurinn sprengdi sig í loft upp ásamt tveimur öðrum í íbúð í Leganes skömmu eftir hryðjuverkaárásina. Lögreglan hefur nú borið kennsl á lík hans. Hann var alsírskur og hét Allekema Lamari. Hryðjuverkahópurinn sem hann var í forsvari fyrir er talinn tengjast al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Alls lést 191 í árásunum í Madríd. Lögreglan hefur handtekið um 50 manns síðan árásirnar voru gerðar og eru sextán enn í haldi hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×