Erlent

Norðmenn vilja enn konung

Norðmenn láta sér í léttu rúmi liggja í hvaða rekkju Ólafur Noregskonungur var getinn og hver var faðir hans, samkvæmt skoðanakönnun í kjölfar fréttar þess efnis í gær, að konungurinn hafi verið rangfeðraður. Ólafur var dáður og virtur alla sína konungstíð.73% norsku þjóðarinnar vilja að Noregur verið áfram konungsríki, 21% landsmanna vill að landið verði lýðræðisríki, sem það er í rauninni, og afgangurinn er óákveðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×