Ólæsi er enn mikið á Íslandi 16. október 2004 00:01 Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða. Starfshópurinn lagði til hugmyndir um úrbætur en síðan þá hefur ekkert gerst þó svo að kostnaðurinn við úrlausn vandans sé ekki mikill. Gera má ráð fyrir að lítil lestrarfærni hái um tuttugu þúsund manns til viðbótar. Þannig að alls eru þetta um 35000 manns. Þetta vandamál er fyrst að verða viðurkennt á Íslandi á síðari árum en hingað til hefur almennt verið talið að bókaþjóðin öll fluglæs. Kannanir á lestrarfærni barna á fimmtán ára aldri hafa hins vegar bent til þess að engin munur sé á íslendingum og öðrum norðurlandaþjóðum. Þetta var niðurstaða nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins fyrir tveimur árum. Nefndin lagði til stofnun sérstakrar læsismiðstöðvar með útreikningum um að rekstur hennar í fimm ár myndi kosta 98 milljónir króna eða einn sjöunda af sendiráði íslands í Japan. Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis og menntunarfræðum við háskóla íslands átti sæti í starfshópnum og segir hann stjórnvöld heldur varfærin í málinu. Vitað hafi verið hver staðan væri og það eina sem þurft hafi að gera hafi verið að taka til hendinni. Það sé vandamál fyrir lýðræðisþjóðfélag að ólæsi skuli vera til staðar. Torfa finnst að stjórnvöld eigi að gera eitthvað í málinu. Rannveig G. Lund er sérfræðingur í læsi og heldur námskeið fyrir fullorðið fólk með lestrarörðugleika. Hún segir ekki dýrt að takast á við þennan vanda. Áður fyrr hafi menn talið að ómögulegt að fá fólk til að skrá sig á hópnámskeið vegna skammar en þetta hafi breyst. Nú heldur hún hópnámskeið á Suðurnesjum á vegum símenntunnar sem sé greitt með styrk úr þróunarsjóði, þannig að það kostar nemendur ekki neitt. Rannveig segist strax sjá breytingar hjá því fólki sem æfi sig á milli funda. Fólkið verði mun öruggara og vinni hraðar þegar í stað. Hún segist telja að ávinningur kennslunnar sé ekki síst sá að fólk bjargi sér við að lesa dagblöðin og kíkja í bækur, með því móti sé fólkið komið áleiðis til sjálfshjálpar. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða. Starfshópurinn lagði til hugmyndir um úrbætur en síðan þá hefur ekkert gerst þó svo að kostnaðurinn við úrlausn vandans sé ekki mikill. Gera má ráð fyrir að lítil lestrarfærni hái um tuttugu þúsund manns til viðbótar. Þannig að alls eru þetta um 35000 manns. Þetta vandamál er fyrst að verða viðurkennt á Íslandi á síðari árum en hingað til hefur almennt verið talið að bókaþjóðin öll fluglæs. Kannanir á lestrarfærni barna á fimmtán ára aldri hafa hins vegar bent til þess að engin munur sé á íslendingum og öðrum norðurlandaþjóðum. Þetta var niðurstaða nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins fyrir tveimur árum. Nefndin lagði til stofnun sérstakrar læsismiðstöðvar með útreikningum um að rekstur hennar í fimm ár myndi kosta 98 milljónir króna eða einn sjöunda af sendiráði íslands í Japan. Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis og menntunarfræðum við háskóla íslands átti sæti í starfshópnum og segir hann stjórnvöld heldur varfærin í málinu. Vitað hafi verið hver staðan væri og það eina sem þurft hafi að gera hafi verið að taka til hendinni. Það sé vandamál fyrir lýðræðisþjóðfélag að ólæsi skuli vera til staðar. Torfa finnst að stjórnvöld eigi að gera eitthvað í málinu. Rannveig G. Lund er sérfræðingur í læsi og heldur námskeið fyrir fullorðið fólk með lestrarörðugleika. Hún segir ekki dýrt að takast á við þennan vanda. Áður fyrr hafi menn talið að ómögulegt að fá fólk til að skrá sig á hópnámskeið vegna skammar en þetta hafi breyst. Nú heldur hún hópnámskeið á Suðurnesjum á vegum símenntunnar sem sé greitt með styrk úr þróunarsjóði, þannig að það kostar nemendur ekki neitt. Rannveig segist strax sjá breytingar hjá því fólki sem æfi sig á milli funda. Fólkið verði mun öruggara og vinni hraðar þegar í stað. Hún segist telja að ávinningur kennslunnar sé ekki síst sá að fólk bjargi sér við að lesa dagblöðin og kíkja í bækur, með því móti sé fólkið komið áleiðis til sjálfshjálpar.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira