Ólæsi er enn mikið á Íslandi 16. október 2004 00:01 Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða. Starfshópurinn lagði til hugmyndir um úrbætur en síðan þá hefur ekkert gerst þó svo að kostnaðurinn við úrlausn vandans sé ekki mikill. Gera má ráð fyrir að lítil lestrarfærni hái um tuttugu þúsund manns til viðbótar. Þannig að alls eru þetta um 35000 manns. Þetta vandamál er fyrst að verða viðurkennt á Íslandi á síðari árum en hingað til hefur almennt verið talið að bókaþjóðin öll fluglæs. Kannanir á lestrarfærni barna á fimmtán ára aldri hafa hins vegar bent til þess að engin munur sé á íslendingum og öðrum norðurlandaþjóðum. Þetta var niðurstaða nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins fyrir tveimur árum. Nefndin lagði til stofnun sérstakrar læsismiðstöðvar með útreikningum um að rekstur hennar í fimm ár myndi kosta 98 milljónir króna eða einn sjöunda af sendiráði íslands í Japan. Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis og menntunarfræðum við háskóla íslands átti sæti í starfshópnum og segir hann stjórnvöld heldur varfærin í málinu. Vitað hafi verið hver staðan væri og það eina sem þurft hafi að gera hafi verið að taka til hendinni. Það sé vandamál fyrir lýðræðisþjóðfélag að ólæsi skuli vera til staðar. Torfa finnst að stjórnvöld eigi að gera eitthvað í málinu. Rannveig G. Lund er sérfræðingur í læsi og heldur námskeið fyrir fullorðið fólk með lestrarörðugleika. Hún segir ekki dýrt að takast á við þennan vanda. Áður fyrr hafi menn talið að ómögulegt að fá fólk til að skrá sig á hópnámskeið vegna skammar en þetta hafi breyst. Nú heldur hún hópnámskeið á Suðurnesjum á vegum símenntunnar sem sé greitt með styrk úr þróunarsjóði, þannig að það kostar nemendur ekki neitt. Rannveig segist strax sjá breytingar hjá því fólki sem æfi sig á milli funda. Fólkið verði mun öruggara og vinni hraðar þegar í stað. Hún segist telja að ávinningur kennslunnar sé ekki síst sá að fólk bjargi sér við að lesa dagblöðin og kíkja í bækur, með því móti sé fólkið komið áleiðis til sjálfshjálpar. Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða. Starfshópurinn lagði til hugmyndir um úrbætur en síðan þá hefur ekkert gerst þó svo að kostnaðurinn við úrlausn vandans sé ekki mikill. Gera má ráð fyrir að lítil lestrarfærni hái um tuttugu þúsund manns til viðbótar. Þannig að alls eru þetta um 35000 manns. Þetta vandamál er fyrst að verða viðurkennt á Íslandi á síðari árum en hingað til hefur almennt verið talið að bókaþjóðin öll fluglæs. Kannanir á lestrarfærni barna á fimmtán ára aldri hafa hins vegar bent til þess að engin munur sé á íslendingum og öðrum norðurlandaþjóðum. Þetta var niðurstaða nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins fyrir tveimur árum. Nefndin lagði til stofnun sérstakrar læsismiðstöðvar með útreikningum um að rekstur hennar í fimm ár myndi kosta 98 milljónir króna eða einn sjöunda af sendiráði íslands í Japan. Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis og menntunarfræðum við háskóla íslands átti sæti í starfshópnum og segir hann stjórnvöld heldur varfærin í málinu. Vitað hafi verið hver staðan væri og það eina sem þurft hafi að gera hafi verið að taka til hendinni. Það sé vandamál fyrir lýðræðisþjóðfélag að ólæsi skuli vera til staðar. Torfa finnst að stjórnvöld eigi að gera eitthvað í málinu. Rannveig G. Lund er sérfræðingur í læsi og heldur námskeið fyrir fullorðið fólk með lestrarörðugleika. Hún segir ekki dýrt að takast á við þennan vanda. Áður fyrr hafi menn talið að ómögulegt að fá fólk til að skrá sig á hópnámskeið vegna skammar en þetta hafi breyst. Nú heldur hún hópnámskeið á Suðurnesjum á vegum símenntunnar sem sé greitt með styrk úr þróunarsjóði, þannig að það kostar nemendur ekki neitt. Rannveig segist strax sjá breytingar hjá því fólki sem æfi sig á milli funda. Fólkið verði mun öruggara og vinni hraðar þegar í stað. Hún segist telja að ávinningur kennslunnar sé ekki síst sá að fólk bjargi sér við að lesa dagblöðin og kíkja í bækur, með því móti sé fólkið komið áleiðis til sjálfshjálpar.
Fréttir Innlent Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira