Erlent

Kirkjur eyðilagðar í Bagdad

Kristnir íbúar Íraks eru skelfingu lostnir eftir að sprengjur sprungu við fimm kirkjur í Bagdad í gær. Fjöldi árása hefur verið gerður síðan Ramadan, heilagur mánuður múslíma, hófst á föstudaginn. Ekki er vitað um mannfall í sprengingunum við kirkjurnar og hefur enginn lýst ábyrgð á sprengingunum sem eyðilögðu kirkjurnar. Einn maður lést þegar sprengja sprakk við sjúkrahús í Bagdad í gær. Á föstudaginn létust þrír bandarískir hermenn og einn túlkur í árás á herbíl við borgina Qaim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×