Barist um hvert atkvæði 15. október 2004 00:01 Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. Bush og Kerry mættust í Tempe í Arizona í gærkvöldi. Munurinn á frambjóðendunum var mun greinilegri en hingað til, enda innanríkismál til umræðu þar sem grundvallarhugsjónirnar eru ólíkar, til að mynda hvað varðar réttindi samkynhneigðra til að ganga í hjónaband og skotvopnaeign. Bush sagðist telja að löghlýðnir ættu að geta átt byssu. Ferilathuganir ættu jafnframt rétt á sér, bæði á byssusýningum og annars staðar til að tryggja að byssur komist ekki í hendurnar á fólki sem ætti ekki að eiga þær. „En besta leiðin til að vernda borgarana fyrir byssum er að lögsækja þá sem fremja glæpi með byssum,“ sagði Bush. Kerry sagði að vegna ákvörðunar forsetans munu lögreglumenn ganga inn á stað sem er hættulegri en áður. Hryðjuverkamenn geti nú komið til Bandaríkjanna, farið á byssusýningu og keypt árásarvopn án nokkurs eftirlits. „Þetta stendur í handbók Osamas bin Ladens. Við komumst yfir hana í Afganistan og hún hvatti menn til að gera þetta,“ sagði Kerry. Og ólík viðhorf til æðri máttarvalda bar einnig á góma. Bush sagðist telja að Guð vilji að allir séu frjálsir og sagði það hluta af utanríkisstefnu sinni. „Ég tel að frelsið í Afganistan sé gjöf frá almættinu og ég get ekki lýst því hve uppörvandi það er að sjá frelsið breiðast út,“ sagði Bush og kvað þær lífsskoðanir sem hann byggi ákvarðanir sínar á vera hluta af sér, sem og trúna. Kerry hnýtti í þetta og sagði allt vera gjöf frá almættinu - ekki bara frelsið. Að mati Bush er Kerry öfgavinstrimaður. Hann sagði feril hans þannig að kollegi hans, Ted Kennedy, væri íhaldssami öldungardeildarþingmaðurinn frá Massachusetts. Áhorfendur virtust þó hrifnari af stíl Kerrys en samkvæmt könnun Gallúps þótti fleiri hann standa sig vel; fimmtíu og tvö prósent aðspurðra á móti þrjátíu og níu prósentum sem töldu Bush betri. Walter Mears, stjórnmálaskýrandi Associated Press, segir að það sem gerist núna sé að mestu undir því komið hvað frambjóðendurnir geri á eigin spýtur, burtséð frá kappræðunum. „Kappræðurnar yfirgnæfa annað á meðan á þeim stendur en nú er þeim lokið. Frambjóðendurinir verða nú að koma fram og tala máli sínu hvor fyrir sig,“ segir Mears.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira