Fleiri fréttir

Lífstíðardómur Mijailovic ógiltur

Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð ógilti í dag lífstíðardóm yfir Mijailo Mijailovic, morðingja Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar, og dæmdi hann þess í stað til vistunar á réttargeðdeild. Mögulegt er að niðurstöðunni verði áfrýjað til hæstaréttar Svíþjóðar.

Nýtt umferðarátak

Nýju umferðarátaki var ýtt úr vör í dag. Átakið er samstarfsverkefni samgönguráðuneytisins, Umferðarstofu og Vegagerðarinnar. Jafnframt var ný auglýsingaherferð Umferðarstofu kynnt sem kallast „Hægðu á þér“. Minnt er á að of mikill hraði er meðal helstu orsaka banaslysa og annarra alvarlegra umferðarslysa.

Óvissa um framtíð Yukos

Mikil óvissa ríkir um framtíð Yukos, stærsta olíufyrirtækis Rússlands, en frestur til þess að greiða skattaskuldir frá árinu 2000 rann út í gær.

Óttast árásir al-Kaída

Al-Kaída hryðjuverkasamtökin stefna að árás á Bandaríkin fyrir forsetakosningarnar þar í landi í nóvember. Þessu lýsti Tom Ridge, ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum, yfir í dag.

Forgangsröðunar þörf

Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins segir að pólitísk markmið um hlutverk háskólastigsins verði að vera skýr sem og hversu háu hlutfalli af þjóðarframleiðslu skuli verja til þess.

Afdráttalaus áfellisdómur

Þingmaður Samfylkingarinnar segir skýrslu ríkisendurskoðunar vera áfellisdóm yfir stefnu- og metnaðarleysi stjórnvalda í málefnum háskólanna.

Gríðarlegur fjöldi á útifundi

Fjöldi fólks mótmælti á útifundi í dag þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. 

Þjóðarhreyfingin fyrir nefndina

Fulltrúar Þjóðarhreyfingarinnar eru á meðal þeirra sem veða kallaðir á fund allsherjarnefndar á morgun vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar og frumvarps stjórnarandstöðunnar. Formaður nefndarinnar áætlar að hún ljúki umfjöllun sinni í lok næstu viku.

Bíll konunnar í Stórholti

Bíll konunnar sem saknað hefur verið síðan á sunnudagsmorgun og grunað er að hafi verið ráðinn bani, hefur verið fyrir utan íbúð fyrrverandi sambýlismanns hennar í Stórholti síðan á sunnudag

Próflaus strætóbílstjóri

Próflaus strætóstjóri lenti í tveimur árekstrum sama daginn. Svo virðist sem það sé vandkvæðum bundið að fá upplýsingar um það hvort vagnstjórar hafi örugglega ökuréttindi.

Ólst upp hjá kjúklingum

Sunjit-Kumar, 32 ára frá Fídjieyjum, gengur undir nafninu kjúklingamaðurinn. Hann lærir nú að umgangast menn á nýjan leik eftir að hafa alist upp með kjúklingum.

Engin niðurstaða

Engin niðurstaða um framtíð varnarliðsins á Íslandi náðist á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær.

R-listinn í ferð án fyrirheits

Ólafur F. Magnússon, fulltrúi frjálslyndra í borgarstjórn, gagnrýnir skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar fyrir að ráðast í færslu Hringbrautar án þess að skipuleggja fyrst aðliggjandi svæði. Kallar hann skipulagsvinnu borgaryfirvalda ferð án fyrirheits þar sem verið sé að gera hlutina í vitlausri röð.

Íslenska ríkið líklega bótaskylt

Íslenska ríkið verður að öllum líkindum bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði verði nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum að lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hélt í gær.

Tæring í klæðningu náttúrfræðahúss

Klæðning nýs náttúrufræðahúss Háskóla Íslands, Öskju, er að gefa sig samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Askja var formlega tekin í notkun í apríl síðastliðnum en bygging hússins hófst árið 1997.

Mikil samstaða meðal foreldra

SAMAN, samstarfshópur sem stuðlar að velferð barna, kynnti í gær niðurstöður könnunar sem hópurinn lét IMG Gallup gera í sumar um viðhorf foreldra til unglinga og hagi þeirra.

Breytingar á pistli sagðar tilraun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum".

Kortleggja kynferðisofbeldið

"Þetta eru ekki nógir peningar en þeir duga til að hægt sé að hefja það starf sem nauðsynlegt er að vinna sem fyrst," segir Hafdís Gísladóttir, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, en ríkisstjórnin samþykkti í maí að veita eina milljón króna til að vinna að faglegri rannsókn á umfangi kynferðisafbrota gegn heyrnarlausum einstaklingum.

Segja Orkuna enn brjóta lög

Atlantsolía hefur í annað sinn sent kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna áframhaldandi notkunar Orkunnar á slagorðinu "alltaf ódýrust" en fyrr í vetur komst Samkeppnisstofnun að því að Orkunni væri einungis heimilt að nota slagorðið ef allar stöðvar fyrirtækisins byðu besta verðið hverju sinni.

Tvíbreiður til beggja átta 2005

Útboð vegna framkvæmda við Vesturlandsveg stendur til 13. júlí. Akgreinar til beggja átta verða tvíbreiðar, ásamt því að tvö ný hringtorg verða byggð, tvær vegbrý og göngubrú yfir Úlfarsá. Verkinu á að skila fullbúnu 15. október á næsta ári.

Óþolandi óvissa

"Það er óþolandi staða að starfa við þessa óvissu. Það þarf að leggja grundvallarlínur fyrir starfsemina og hversu margir starfi við völlinn," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um fund Davíðs og Bush.

Á engan töfrasprota

Mohamed Elbaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, kom til Ísraels í gær. Elbaradei var ekki bjartsýnn við komuna til landsins og sagðist engan töfrasprota eiga til þess að hafa áhrif á þá stefnu Ísraelsmanna að viðurkenna ekki að eiga kjarnorkuvopn.

Varað við morðum

Tsahi Hanegbi, lögreglumálaráðherra Ísraels, varaði við því í gær að öfgasinnaðir gyðingar ætluðu sér að ráða áberandi stjórnmálamenn og háttsetta embættismenn af dögum þegar ríkisstjórnin hóf að flytja landnema frá Gazasvæðinu.

Keppinautur verður samherji

Sá sem atti lengst kappi við John Kerry í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum var í gær kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni hans í slagnum sem er framundan.

Myrti tugi ferðamanna

Dómari í Nepal frestaði því að kveða upp dóm yfir Charles Sobhraj, tæplega sextugum karlmanni sem hefur viðurkennt að hafa myrt fjölda vestrænna ferðamanna í Asíu og Mið-Austurlöndum á áttunda áratugnum.

Einn sótti um stöðuna

Aðeins ein umsókn barst samgönguráðuneytinu vegna auglýsingar þeirra um stöðu forstöðumanns Rannsóknarnefndar flugslysa sem auglýst var í vor.

Milljónasekt fyrir ölvunarakstur

Norsk kona hefur verið dæmd til að greiða andvirði rúmra fimm milljóna króna í sekt fyrir að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Sektin jafngildir einum mánaðarlaunum konunnar, svo sem venja er til í Noregi þegar ökumenn verða uppvísir að því að keyra bíl fullir.

Ábyrgðin hjá stjórnvöldum

"Stjórnvöld bera ábyrgð á mistökum dómstólsins ef í ljós kemur að rangur maður hefur setið í fangelsi," segir Sigurður Líndal lagaprófessor, en áfrýjunardómstóll í Færeyjum hefur tekið upp að nýju mál er varðar meinsæri þriggja barna gegn foreldrum sínum.

Fjórtán sóttu um stöðu rektors

Fjórtán sóttu um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands en umsóknarfrestur rann út 1. júlí síðastliðinn. Landbúnaðarráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst næstkomandi.

2.500 nýnemar í HÍ

Afgreiðslu umsókna um nám við Háskóla Íslands er nú að mestu lokið og er gert ráð fyrir að nýnemar við skólann á næsta skólaári verði um 2.500 talsins. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar til 1.900 nemenda og eru umsóknir 600 nemenda enn í vinnslu.

Þrisvar kallað á þyrlu

Tvær erlendar ferðakonur slösuðust í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar þær báðar á sjúkrahús. Í fyrra tilvikinu slasaðist tævönsk kona þegar vélsleði hennar valt á Langjökli. Talið er að hún sé mjaðmargrindarbrotin.

Málmstoðir ástæða hrunsins

Málmstoðir sem liggja í steyptu þaki nýju flugstöðvarinnar á Charles deGaulle flugvelli í París er líkast til ástæða þess að þakið hrundi að hluta til í maí og fjórir fórust. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem unnið hefur að því að komast að ástæðum hrunsins.

Atlantsolía kvartar aftur

Olíufélagið Atlantsolía hefur sent Samkeppnisstofnun nýja kvörtun vegna auglýsingar Orkunnar þar sem segir að Orkan bensín sé allstaðar ódýrast og heldur félagið því fram að svo sé ekki. Orkan bensínið sé aðeins ódýrara en bensín Atlantsolíu í Orkustöðvum sem næstar eru Atlantsolíu en sé dýrara annars staðar og því standist fullyrðing auglýsingarinnar ekki.

Enn í haldi vegna mannshvarfs

Rúmlega fertugur maður, sem var í gærkvöldi handtekinn í tengslum við rannsókn á hvarfi fyrrverandi sambýliskonu hans í Reykjavík á sunnudag, er enn í haldi lögreglunnar og ræðst innan skamms hvort lögreglan krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum.

Fjórir hermenn féllu

Skæruliðar skammt vestur af Bagdad drápu fjóra bandaríska hermenn í gær þar sem þeir voru við öryggiseftirlit. Talsmenn Bandaríkjahers gáfu ekki frekari upplýsingar.

Reyndu aftur innbrot

Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun tvo unga menn sem höfðu brotist inn í nýbyggingu í austurborginni og tekið þar saman talsvert af verkfærum sem þeir ætluðu að hafa á brott með sér.

Ummæli Davíðs vöktu athygli

Ummæli Davíðs Oddssonar um stríðið í Írak á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær vöktu athygli erlendra fréttamanna og meðal þeirra sem fluttu þann hluta fréttamannafundarins var fréttastöðin CNN.

Forseti Austurríkis látinn

Thomas Klestil, forseti Austurríkis, lést í gærkvöldi, sjötíu og eins árs að aldri. Hann fékk tvö öflug hjartaáföll fyrr í vikunni og var fluttur á sjúkrahús.

SUF vill fara aðrar leiðir

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill fara allt aðrar leiðir varðandi fjölmiðlafrumvarpið en forysta flokksins stefnir að og vill bíða með að að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Þetta kemur fram í ályktun SUF sem samþykkt var í gærkvöldi.

Fimm látnir á Srí Lanka

Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og um tugur særðist í sjálfsmorðsárás uppreisnarmanna í Kólombó á Srí Lanka í morgun. Hjördís Finnbogadóttir, talsmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir spennu og ótta hafa aukist í landinu að undanförnu. </font />

Flugskeytaárás á Gaza

Fjöldi manna særðist í flugskeytaárás Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu í morgun. Ísraelsk herþyrla skaut nokkrum flugskeytum á bifreiðar í Zeitoun hverfinu sem Ísraelsmenn telja bækistöðvar herskárra Palestínumanna. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið í árásinni.

Nýja frumvarpið þinglegt

<span class="frettatexti">Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í upphafi þingfundar í morgun að nýtt stjórnarfrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum væri þinglegt. Var úrskurðurinn kveðinn upp samkvæmt beiðni formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar. </span>

Allt að 10 daga gæsluvarðhald

Krafist verður allt að tíu daga gæsluvarðhalds nú í hádeginu yfir rúmlega fertugum manni sem grunaður er um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. 

Ný öryggislög í Írak

Ríkisstjórn Íraks birti í morgun ný öryggislög til að berjast gegn herskáum uppreisnarmönnum í landinu. Á sama tíma og ráðherra kynnti áætlunina héldu bardagar áfram á götum Bagdad.

Sjá næstu 50 fréttir