Innlent

Forgangsröðunar þörf

Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins segir að pólitísk markmið um hlutverk háskólastigsins verði að vera skýr sem og hversu háu hlutfalli af þjóðarframleiðslu skuli verja til þess. "Það þarf líka að gera greinarmun á rannsóknarháskólum og öðrum skólum því þar er mikill munur á." Hjálmar segir samkeppni á háskólastigi vera jákvæða en það þurfi að forgangsraða. "Það stefnir í að fjórir skólar kenni lögfræði hér á landi en í Danmörku eru þeir tveir. Tveir skólar kenna verkfræði en fleiri hafa sýnt áhuga á því og við verðum að spyrja: höfum við efni á því?" Hjálmar telur að það geti verið "stórvarasamt" að árangurstengja fjárveitingar til skóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×