Fleiri fréttir Sátt um Gjábakkaveg Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, óttast ekki að það hafi áhrif á vegaframkvæmdir við Gjábakkaveg að Þingvellir hafi verið samþykktir á heimsminjaskrá. Hann segir að sátt hafi þegar náðst um það hvar vegurinn eigi að liggja. 7.7.2004 00:01 Tveggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en maðurinn er grunaður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. 7.7.2004 00:01 Mótmælafundur við Alþingi á morgun Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30. 7.7.2004 00:01 Álagning virðist hafa minnkað Olíufélögin virðast vera farin að minnka meðalálagningu sína á bensínlítrann í ljósi þess að þau hækka ekki bensínverð, þrátt fyrir stöðugar hækkanir á heimsmarkaði. 7.7.2004 00:01 Bílvelta á Reykjanesbraut Jeppabifreið valt á Reykjanesbrautinni og endaði á ljósastaur rétt fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn virðist hafa keyrt út af vinstra megin á veginum og farið aftur upp á veg með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði á ljósastaur. 7.7.2004 00:01 Risadósin fjarlægð Risa Majónesdós sem komið var fyrir við þjóðveginn, rétt vestan Þjórsárbrúar, verður fjarlægð og flutt að höfuðstöðvum Gunnars Majónes í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag og segir þar að vegna misskilnings beri þeim ekki saman við sýslumanninn á Selfossi. 7.7.2004 00:01 Frumvarpinu vísað í aðra umræðu <span class="frettatexti">Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi eftir að fyrstu umræða hafði farið fram. Hún var í styttra lagi enda ræðutími þingmanna takmarkaður. </span><span class="frettatexti">Í atkvæðagreiðslu sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa ætti frumvarpinu áfram greiddu 29 atkvæði með því en 25 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði. </span> 7.7.2004 00:01 Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. 7.7.2004 00:01 Nafn stúlkunnar sem lést Litla stúlkan sem lést eftir að hafa hrapað í fjallinu Kubbanum í Skutulsfirði í gær hét Sunneva Hafberg, fædd 17. mars 1995, til heimilis að Reynimel 82 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Kristjana Nanna Jónsdóttir og Einar Hafberg. 7.7.2004 00:01 Varað við orkudrykkjum og áfengi Umhverfisstofnun varaði í dag við neyslu á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu. Viðvörunin fylgir í kjölfar tilkynningar dönsku Matvælastofnunarinnar fyrir stuttu þar sem fólk er beðið um að sýna varkárni við neyslu á orkudrykkjum sem innihalda meðal annars koffín og taurín. 7.7.2004 00:01 Kirkja í greiðslustöðvun Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. 7.7.2004 00:01 Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. 7.7.2004 00:01 Breyttar reglur um styrkt fóstur "Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að uppfæra núgildandi reglur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um fóstur. 7.7.2004 00:01 Þúsund krónur á ferðamann Nýlega var tilkynnt að kynningarátakið Iceland Naturally sem er samstarfsverkefni ríkisins og sjö íslenskra fyrirtækja vestur í Bandaríkjunum yrði framlengt með óbreyttu sniði næstu fjögur árin. 7.7.2004 00:01 Breyttar áherslur að skila sér Fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp fimmtíu prósent milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík sem kynnt var í gær. 7.7.2004 00:01 SUF vill ekki ný lög strax Ungir framsóknarmenn vilja ekki að ný fjölmiðlalög verði samþykkt heldur verði núgildandi lög felld úr gildi og ný sett eftir samráð við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila. Þetta kemur fram í ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna. 7.7.2004 00:01 Loðnuveiðar heimilaðar Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. 7.7.2004 00:01 Mest aðsókn til Noregs "Á þessu ári hafa 72 komið til landsins til að vinna og 76 íslenskir unglingar farið til hinna Norðurlandanna hingað til," segir Alma Sigurðardóttir, tómstundafulltrúi hjá Norræna félaginu, en félagið sér um allar umsóknir vegna Nordjobb sem er mannskiptaáætlun Norðurlandanna. 7.7.2004 00:01 Íslenskt viðmót í ágúst Í næsta mánuði verður fáanlegt íslenskt viðmót á nýjasta skrifstofuhugbúnaðarvöndul Microsoft og stýrikerfi. Hægt verður að kaupa hugbúnaðinn með íslensku viðmóti eða hlaða viðmótinu niður af vef Microsoft. 7.7.2004 00:01 Svipting kosningaréttar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar - svokallaðs viðbragðshóps sérfræðinga, segir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir Alþingi, eftir að því fyrra hafi verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, sé svipting á kosningarétti landsmanna og stjórnarskrábundinna réttinda þeirra. 7.7.2004 00:01 Kafbátur í óskilum Ómannaður kafbátur sem fannst undan ströndum Svíþjóðar í síðasta mánuði tilheyrir breska sjóhernum að sögn sænskra flotayfirvalda. Bretar hafa þó litlar tilraunir gert til að nálgast þennan kafbát sinn. Hann er hlaðinn myndavélum og sónar og er rúmlega 70 milljóna króna virði. 7.7.2004 00:01 Skuldajöfnun ekki sjálfvirk Komið getur upp sú staða í reikningshaldi Orkuveitu Reykjavíkur að viðskiptavinir skuldi peninga á einum stað, en eigi inni annars staðar vegna ofáætlunar, t.d. á heitavatnsnotkun. 7.7.2004 00:01 Þriðjungur hugbúnaðar stolinn Meira en þriðjungur alls tölvuhugbúnaðar í heiminum er stolinn. Þetta er niðurstaða úttektar Business Software Alliance, BSA, samtaka eigenda hugbúnaðarréttar. Samkvæmt því er 36 prósent alls hugbúnaðar sem tölvunotendur settu upp á síðasta ári stolinn. 7.7.2004 00:01 Kanar finnast varla undir stýri Innan við fimmti hver leigubílstjóri í New York er fæddur í Bandaríkjunum og hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra. 7.7.2004 00:01 Minni mjólkurframleiðsla Mjólkurframleiðsla er um tveim milljónum lítra minni nú en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Þar segir að mjólkurframleiðsla þurfi að aukast töluvert til að greiðslumark yfirstandandi verðlagsárs nýtist til fulls. 7.7.2004 00:01 Þriggja ára fangelsi Maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Suðurlands sl. föstudag fyrir að misnota kynferðislega tvær dætur sínar og vinkonu annarrar þeirra. Honum var að auki gert að greiða stúlkunum skaðabætur og til að greiða allan málskostnað. 7.7.2004 00:01 Bíða eftir Bandaríkjamönnum Enginn sérstakur tímarammi er kominn á varðandi áframhald viðræðna um framkvæmd varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands þrátt fyrir fund Davíðs Oddssonar með George Bush Bandaríkjaforseta í vikunni. 7.7.2004 00:01 Bannað að vitna í umræður Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag var lagt fram minnisblað þar sem áréttaðar voru reglur um hvað má fjalla um að loknum lokuðum fundum í nefndum og ráðum borgarinnar. 7.7.2004 00:01 Sala fasteigna fyrir 1,2 milljarða Tillaga meirihluta bæjarráðs Vestmannaeyja, að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Fasteign hf. um sölu á fasteignum bæjarins fyrir allt að 1,2 milljarð króna, var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær. Fulltrúi minnihlutans lagðist gegn tillögunni. 7.7.2004 00:01 Stefna forstjóra Heilsugæslunnar Félag hjúkrunarfræðinga ætlar að stefna forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík fyrir Félagsdóm brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Forstjórinn segir enga vinnudeilu hafa átt sér stað.</font /></b /> 7.7.2004 00:01 Hefur ekki játað Maðurinn sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonur sinnar var yfirheyrður stuttlega fyrir dómi í dag. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar liggur engin játning fyrir í málinu. 7.7.2004 00:01 Dómur í fíkniefnamáli Liðlega þrítugur maður var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn framdi brotin í fyrra og hitteðfyrra og var hann meðal annars fundinn sekur um ræktun tuga kannabisplantna. 7.7.2004 00:01 Eldar í Grikklandi Einn maður fórst og fjöldi heimila eyðilagðist í gríðarlegum skógareldum sem geisað hafa undanfarna daga í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands. Slökkviliðsmönnum tókst loks í dag að ná stjórn á eldunum en björgunarstarf hefur reynst erfitt vegna hita og mikilla vinda. 7.7.2004 00:01 Nokkrir slösuðust í nautahlaupinu Nokkrir slösuðust í hinu árlega nautahlaupi í Pamplóna á Spáni í dag sem er hluti af San Fermin hátíðinni sem hefð er fyrir í borginni. Hátíð þessi er griðland fyrir spennufíkla og aðra sem vilja fá líkamlega útrás. 7.7.2004 00:01 Varað við orkudrykkjum og áfengi Neysla á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu getur valdið hjartatruflunum og í versta falli leitt til skyndilegs dauða. Matvælastofnanir í Danmörku og Svíþjóð vara fólk við örvandi orkudrykkjum. 7.7.2004 00:01 Flutt til Hafnarfjarðar Ákveðið hefur verið að fjarlægja þriggja metra háa eftirlíkingu af majónesdós sem sett var upp við Suðurlandsveg rétt vestan Þjórsár í lok síðasta mánaðar samkvæmt yfirlýsingu frá Gunnar Majones. 7.7.2004 00:01 Umhverfi fjölmiðla í Evrópu Aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum segir samkeppnislög verða æ mikilvægari. Litlir markaðir hafa sérstöðu. Myndi aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. </font /></b /> 7.7.2004 00:01 Ný öryggislög samþykkt í Írak Ríkisstjórn Íraks hefur samþykkt ný öryggislög til að auðvelda baráttuna við herskáa uppreisnarmenn í landinu. Bardagar héldu áfram á götum Bagdad í dag. 7.7.2004 00:01 Forseta Íslands komið í klípu Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu með því að leggja fram í einu frumvarpi breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrra lagafrumvarps. Ef forseti skrifi ekki undir sé hann að samþykkja fyrri lög og neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu. Fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. </font /></font /></b /></b /> 7.7.2004 00:01 Varað við þunglyndislyfjum "Það hefur verið mikil umræða um þessi svokölluðu SSRI þunglyndislyf erlendis og að vel athuguðu máli ákváðum við að senda læknum þessa áminningu," segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir. 7.7.2004 00:01 Frestur Yukos rennur út í dag Mikhail Khodorkovsky, ríkasti maður Rússlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Yukos hefur beðið stjórn félagsins að nota hlutabréf sín og annarra til að greiða vangoldnar skattgreiðslur til rússneskra yfirvalda, sem að öðrum kosti gætu riðið fyrirtækinu að fullu. 7.7.2004 00:01 Tveggja vikna gæsluvarðhald Maður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við hvarf þriggja barna móður. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því á aðfaranótt sunnudags. Ummerki á heimili mannsins benda til voðaverks. 7.7.2004 00:01 Bush gagnrýnir valið á Edwards George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýnir John Kerry fyrir að velja John Edwards sem varaforsetaefni demókrata og segir að hann sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Fréttaskýrendur telja valið eðlilegt þar sem Edwards vegi upp flesta galla Kerrys. 7.7.2004 00:01 Uppbygging í Súðavík Súðavíkurhreppur hefur ákveðið að byggja tvö 500 fermetra atvinnuhúsnæði og tvö einbýlishús. Ekkert atvinnuhúsnæði hefur verið byggt í Súðavík síðustu 24 árin. 7.7.2004 00:01 Eftirlit í lögsögu Svalbarða Þorsteinn Már Baldvinsson, segir mikilvægt að máli Svalbarðasvæðisins verði haldið vakandi. Mótmæli íslenskra stjórnvalda séu liður í því. "Það er mjög mikilvægt að við látum þá vita að það sé álit okkar að þeir hafi ekki lögsögu í þessu máli." 7.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sátt um Gjábakkaveg Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, óttast ekki að það hafi áhrif á vegaframkvæmdir við Gjábakkaveg að Þingvellir hafi verið samþykktir á heimsminjaskrá. Hann segir að sátt hafi þegar náðst um það hvar vegurinn eigi að liggja. 7.7.2004 00:01
Tveggja vikna gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en maðurinn er grunaður um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Konan, sem er um þrítugt, hefur ekki sést síðan aðfararnótt sunnudags. 7.7.2004 00:01
Mótmælafundur við Alþingi á morgun Þjóðarhreyfingin - viðbragðshópur sérfræðinga svokallaður, sem hafinn var handa við að hvetja landsmenn til að hafna fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var, mun efna til mótmælafundar við Alþingishúsið á morgun klukkan 12:30. 7.7.2004 00:01
Álagning virðist hafa minnkað Olíufélögin virðast vera farin að minnka meðalálagningu sína á bensínlítrann í ljósi þess að þau hækka ekki bensínverð, þrátt fyrir stöðugar hækkanir á heimsmarkaði. 7.7.2004 00:01
Bílvelta á Reykjanesbraut Jeppabifreið valt á Reykjanesbrautinni og endaði á ljósastaur rétt fyrir hádegi í dag. Ökumaðurinn virðist hafa keyrt út af vinstra megin á veginum og farið aftur upp á veg með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði á ljósastaur. 7.7.2004 00:01
Risadósin fjarlægð Risa Majónesdós sem komið var fyrir við þjóðveginn, rétt vestan Þjórsárbrúar, verður fjarlægð og flutt að höfuðstöðvum Gunnars Majónes í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag og segir þar að vegna misskilnings beri þeim ekki saman við sýslumanninn á Selfossi. 7.7.2004 00:01
Frumvarpinu vísað í aðra umræðu <span class="frettatexti">Nýju fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var í dag vísað til annarrar umræðu á Alþingi eftir að fyrstu umræða hafði farið fram. Hún var í styttra lagi enda ræðutími þingmanna takmarkaður. </span><span class="frettatexti">Í atkvæðagreiðslu sem fram fór með nafnakalli um hvort vísa ætti frumvarpinu áfram greiddu 29 atkvæði með því en 25 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði. </span> 7.7.2004 00:01
Höfðu mök á sviðinu Tónleikar hljómsveitarinnar Cumshot á Quartstónleikahátíðinni í Kristiansand tóku nokkuð aðra stefnu en tónleikagestir höfðu gert ráð fyrir í upphafi. Skömmu eftir að tónleikarnir hófust kallaði söngvari sveitarinnar par á sviðið. Parið unga afklæddist og byrjaði að hafa mök en hljómsveitin hélt spili sínu áfram. 7.7.2004 00:01
Nafn stúlkunnar sem lést Litla stúlkan sem lést eftir að hafa hrapað í fjallinu Kubbanum í Skutulsfirði í gær hét Sunneva Hafberg, fædd 17. mars 1995, til heimilis að Reynimel 82 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Kristjana Nanna Jónsdóttir og Einar Hafberg. 7.7.2004 00:01
Varað við orkudrykkjum og áfengi Umhverfisstofnun varaði í dag við neyslu á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu. Viðvörunin fylgir í kjölfar tilkynningar dönsku Matvælastofnunarinnar fyrir stuttu þar sem fólk er beðið um að sýna varkárni við neyslu á orkudrykkjum sem innihalda meðal annars koffín og taurín. 7.7.2004 00:01
Kirkja í greiðslustöðvun Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem forsvarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. 7.7.2004 00:01
Hundruðir tonna af olíu lekið út Megnið af þeirri olíu sem var um borð í togaranum Guðrúnu Gísladóttur þegar skipið sökk fyrir norðurströnd Noregs fyrir tveimur árum síðan hefur lekið út. 7.7.2004 00:01
Breyttar reglur um styrkt fóstur "Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að uppfæra núgildandi reglur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um fóstur. 7.7.2004 00:01
Þúsund krónur á ferðamann Nýlega var tilkynnt að kynningarátakið Iceland Naturally sem er samstarfsverkefni ríkisins og sjö íslenskra fyrirtækja vestur í Bandaríkjunum yrði framlengt með óbreyttu sniði næstu fjögur árin. 7.7.2004 00:01
Breyttar áherslur að skila sér Fíkniefnabrotum fjölgaði um tæp fimmtíu prósent milli áranna 2002 og 2003 að því er fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík sem kynnt var í gær. 7.7.2004 00:01
SUF vill ekki ný lög strax Ungir framsóknarmenn vilja ekki að ný fjölmiðlalög verði samþykkt heldur verði núgildandi lög felld úr gildi og ný sett eftir samráð við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila. Þetta kemur fram í ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna. 7.7.2004 00:01
Loðnuveiðar heimilaðar Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. 7.7.2004 00:01
Mest aðsókn til Noregs "Á þessu ári hafa 72 komið til landsins til að vinna og 76 íslenskir unglingar farið til hinna Norðurlandanna hingað til," segir Alma Sigurðardóttir, tómstundafulltrúi hjá Norræna félaginu, en félagið sér um allar umsóknir vegna Nordjobb sem er mannskiptaáætlun Norðurlandanna. 7.7.2004 00:01
Íslenskt viðmót í ágúst Í næsta mánuði verður fáanlegt íslenskt viðmót á nýjasta skrifstofuhugbúnaðarvöndul Microsoft og stýrikerfi. Hægt verður að kaupa hugbúnaðinn með íslensku viðmóti eða hlaða viðmótinu niður af vef Microsoft. 7.7.2004 00:01
Svipting kosningaréttar Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar - svokallaðs viðbragðshóps sérfræðinga, segir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja nýtt fjölmiðlafrumvarp fyrir Alþingi, eftir að því fyrra hafi verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, sé svipting á kosningarétti landsmanna og stjórnarskrábundinna réttinda þeirra. 7.7.2004 00:01
Kafbátur í óskilum Ómannaður kafbátur sem fannst undan ströndum Svíþjóðar í síðasta mánuði tilheyrir breska sjóhernum að sögn sænskra flotayfirvalda. Bretar hafa þó litlar tilraunir gert til að nálgast þennan kafbát sinn. Hann er hlaðinn myndavélum og sónar og er rúmlega 70 milljóna króna virði. 7.7.2004 00:01
Skuldajöfnun ekki sjálfvirk Komið getur upp sú staða í reikningshaldi Orkuveitu Reykjavíkur að viðskiptavinir skuldi peninga á einum stað, en eigi inni annars staðar vegna ofáætlunar, t.d. á heitavatnsnotkun. 7.7.2004 00:01
Þriðjungur hugbúnaðar stolinn Meira en þriðjungur alls tölvuhugbúnaðar í heiminum er stolinn. Þetta er niðurstaða úttektar Business Software Alliance, BSA, samtaka eigenda hugbúnaðarréttar. Samkvæmt því er 36 prósent alls hugbúnaðar sem tölvunotendur settu upp á síðasta ári stolinn. 7.7.2004 00:01
Kanar finnast varla undir stýri Innan við fimmti hver leigubílstjóri í New York er fæddur í Bandaríkjunum og hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra. 7.7.2004 00:01
Minni mjólkurframleiðsla Mjólkurframleiðsla er um tveim milljónum lítra minni nú en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Þar segir að mjólkurframleiðsla þurfi að aukast töluvert til að greiðslumark yfirstandandi verðlagsárs nýtist til fulls. 7.7.2004 00:01
Þriggja ára fangelsi Maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Suðurlands sl. föstudag fyrir að misnota kynferðislega tvær dætur sínar og vinkonu annarrar þeirra. Honum var að auki gert að greiða stúlkunum skaðabætur og til að greiða allan málskostnað. 7.7.2004 00:01
Bíða eftir Bandaríkjamönnum Enginn sérstakur tímarammi er kominn á varðandi áframhald viðræðna um framkvæmd varnarsamnings Bandaríkjanna og Íslands þrátt fyrir fund Davíðs Oddssonar með George Bush Bandaríkjaforseta í vikunni. 7.7.2004 00:01
Bannað að vitna í umræður Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag var lagt fram minnisblað þar sem áréttaðar voru reglur um hvað má fjalla um að loknum lokuðum fundum í nefndum og ráðum borgarinnar. 7.7.2004 00:01
Sala fasteigna fyrir 1,2 milljarða Tillaga meirihluta bæjarráðs Vestmannaeyja, að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Fasteign hf. um sölu á fasteignum bæjarins fyrir allt að 1,2 milljarð króna, var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær. Fulltrúi minnihlutans lagðist gegn tillögunni. 7.7.2004 00:01
Stefna forstjóra Heilsugæslunnar Félag hjúkrunarfræðinga ætlar að stefna forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík fyrir Félagsdóm brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Forstjórinn segir enga vinnudeilu hafa átt sér stað.</font /></b /> 7.7.2004 00:01
Hefur ekki játað Maðurinn sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi fyrrverandi sambýliskonur sinnar var yfirheyrður stuttlega fyrir dómi í dag. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar hjá rannsóknardeild lögreglunnar liggur engin játning fyrir í málinu. 7.7.2004 00:01
Dómur í fíkniefnamáli Liðlega þrítugur maður var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn framdi brotin í fyrra og hitteðfyrra og var hann meðal annars fundinn sekur um ræktun tuga kannabisplantna. 7.7.2004 00:01
Eldar í Grikklandi Einn maður fórst og fjöldi heimila eyðilagðist í gríðarlegum skógareldum sem geisað hafa undanfarna daga í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands. Slökkviliðsmönnum tókst loks í dag að ná stjórn á eldunum en björgunarstarf hefur reynst erfitt vegna hita og mikilla vinda. 7.7.2004 00:01
Nokkrir slösuðust í nautahlaupinu Nokkrir slösuðust í hinu árlega nautahlaupi í Pamplóna á Spáni í dag sem er hluti af San Fermin hátíðinni sem hefð er fyrir í borginni. Hátíð þessi er griðland fyrir spennufíkla og aðra sem vilja fá líkamlega útrás. 7.7.2004 00:01
Varað við orkudrykkjum og áfengi Neysla á orkudrykkjum og áfengi samhliða hreyfingu getur valdið hjartatruflunum og í versta falli leitt til skyndilegs dauða. Matvælastofnanir í Danmörku og Svíþjóð vara fólk við örvandi orkudrykkjum. 7.7.2004 00:01
Flutt til Hafnarfjarðar Ákveðið hefur verið að fjarlægja þriggja metra háa eftirlíkingu af majónesdós sem sett var upp við Suðurlandsveg rétt vestan Þjórsár í lok síðasta mánaðar samkvæmt yfirlýsingu frá Gunnar Majones. 7.7.2004 00:01
Umhverfi fjölmiðla í Evrópu Aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum segir samkeppnislög verða æ mikilvægari. Litlir markaðir hafa sérstöðu. Myndi aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. </font /></b /> 7.7.2004 00:01
Ný öryggislög samþykkt í Írak Ríkisstjórn Íraks hefur samþykkt ný öryggislög til að auðvelda baráttuna við herskáa uppreisnarmenn í landinu. Bardagar héldu áfram á götum Bagdad í dag. 7.7.2004 00:01
Forseta Íslands komið í klípu Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu með því að leggja fram í einu frumvarpi breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrra lagafrumvarps. Ef forseti skrifi ekki undir sé hann að samþykkja fyrri lög og neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu. Fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. </font /></font /></b /></b /> 7.7.2004 00:01
Varað við þunglyndislyfjum "Það hefur verið mikil umræða um þessi svokölluðu SSRI þunglyndislyf erlendis og að vel athuguðu máli ákváðum við að senda læknum þessa áminningu," segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir. 7.7.2004 00:01
Frestur Yukos rennur út í dag Mikhail Khodorkovsky, ríkasti maður Rússlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri olíufyrirtækisins Yukos hefur beðið stjórn félagsins að nota hlutabréf sín og annarra til að greiða vangoldnar skattgreiðslur til rússneskra yfirvalda, sem að öðrum kosti gætu riðið fyrirtækinu að fullu. 7.7.2004 00:01
Tveggja vikna gæsluvarðhald Maður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við hvarf þriggja barna móður. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því á aðfaranótt sunnudags. Ummerki á heimili mannsins benda til voðaverks. 7.7.2004 00:01
Bush gagnrýnir valið á Edwards George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýnir John Kerry fyrir að velja John Edwards sem varaforsetaefni demókrata og segir að hann sé óhæfur til að gegna embætti forseta. Fréttaskýrendur telja valið eðlilegt þar sem Edwards vegi upp flesta galla Kerrys. 7.7.2004 00:01
Uppbygging í Súðavík Súðavíkurhreppur hefur ákveðið að byggja tvö 500 fermetra atvinnuhúsnæði og tvö einbýlishús. Ekkert atvinnuhúsnæði hefur verið byggt í Súðavík síðustu 24 árin. 7.7.2004 00:01
Eftirlit í lögsögu Svalbarða Þorsteinn Már Baldvinsson, segir mikilvægt að máli Svalbarðasvæðisins verði haldið vakandi. Mótmæli íslenskra stjórnvalda séu liður í því. "Það er mjög mikilvægt að við látum þá vita að það sé álit okkar að þeir hafi ekki lögsögu í þessu máli." 7.7.2004 00:01