Erlent

Olían tekin að flæða

Olíuútflutningur Íraka er að komast í gang aftur eftir að tókst að laga olíuleiðslur um helgina. Uppreisnarmenn lokuðu í síðustu viku fyrir allan útflutning frá suðurhluta landsins með því að sprengja olíuleiðslur í loft upp á þriðjudag og miðvikudag. "Olíu er nú dælt til Basra olíuhreinsunarstöðvanna sem nemur 42.000 tunnum á klukkustund, sem er litlu meira en ein milljón og átta hrunduð tunnur á dag," sagði Mohammed Hadi, aðgerðastjóri Norton Lilly International.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×