Erlent

Mun betri falsanir

Fölsuðum evruseðlum rignir yfir Evrópu, sögðu fyrirlesarar á lögregluráðstefnu um peningafalsanir sem haldin er í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu. Gæði fölsuðu seðlanna hafa aukist stórkostlega og er nú svo komið að peningafölsun ógnar efnhag Evrópu. "Glæpamennirnir hafa náð miklum árangri," sagði Jürgen Storbeck, yfirmaður Europol. "Þeir falsa dollara, evruseðla, greiðslukort. Þeir eru ógn við efnahagskerfi okkar." "Á síðasta ári varð Evrópa vitni að mjög aukinni dreifingu falsaðra evruseðla sem eru mjög nákvæm eftirlíking," sagði Þjóðverjinn Günter Beckstein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×