Erlent

Ekkert fréttist af gíslinum

Ekkert hefur frést af örlögum suður-kóresk gísls, sem mannræningjar hótuðu að afhöfða, kölluðu stjórnvöld í Suður-Kóreu ekki heim hersveitir sínar í Írak. Frestur hafði verið gefinn til miðnættis, en enn sem komið er hafa engar fréttir borist. Einn bandarískur hermaður fórst og sex særðust þegar sprengju var varpað að þeim í norðurhluta Bagdad í gærdag, að því að talsmenn Bandaríkjahers greindu frá í morgun. Að auki særðist óbreyttur verktaki í árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×