Erlent

Segir nei við Sharon

Verkamannaflokkurinn hefur sent minnihlutastjórn Ariel Sharon viðvörun um að ekki sé hægt að stóla á stuðning þeirra. Vantrauststillaga á ríkisstjórnina var naumlega felld með 55 atkvæðum gegn 50. Allir nítján þingmenn verkamannaflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Þeir hafa hingað til setið hjá. Það þótti vísbending um að þeir vildu í stjórn með Likud-bandalaginu. Sharon missti meirihluta sinn þegar hann ákvað að flytja landnemabyggðir Gyðinga frá Gaza fyrir árslok. Nú hefur hann aðeins stuðning 59 þingmanna af 120.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×