Erlent

Viagra vinsælt í Írak

Það eru líkast til lítil tíðindi að stríð legst á sálina á þeim sem þola verða það, og getur valdið ýmis konar aukaverkunum. Í Írak verða landsmenn þessa varir, og svo virðist sem kynlíf Íraka hafi látið nokkuð á sjá. Þessa ályktun draga í það minnsta fréttamenn sem könnuðu svarta markaðinn í Bagdad nýlega. Þeir komust að því að getulyfið Viagra er þar metsölupilla, ekki síst þar sem verðið á lyfinu hefur stórlækkað frá falli stjórnar Saddams Hússeins. Að gleypa Viagra er líka í lagi hvað kóraninn varðar og raunar hið besta mál, því samkvæmt þeirri bók má kona segja skilið við karl sinn standi hann sig ekki í rekkjunni, en pillan góða kemur í veg fyrir slík vandræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×