Erlent

Sleppt úr haldi

Átta breskum sjóliðum, sem voru í haldi íranskra stjórnvalda, var sleppt í gær. Sjóliðarnir fóru ólöglega inn á íranskt vatnasvæði og voru handteknir í Shatt al-Arab skipaskurðinum á landamærum Íraks og Írans. Áttu mennirnir að afhenda gæslubát til íraskrar fljótagæslu. Að sögn íranskra yfirvalda höfðu sjóliðarnir farið um það bil kílómetra inn fyrir landamæri Írans. Að sögn íranskra yfirvalda var sjóliðunum sleppt þar sem sýnt þótti að innrás þeirra í íranskt vantasvæði hefði verið mistök. Tveir sjóliðanna báðust afsökunar og játuðu að þeim hefðu orðið á mistök í írönsku sjónvarpi. Áður hafði því verið lýst yfir að sjóliðarnir gætu átt von á að verða sóttir til saka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×