Erlent

Handsömuðu átta breska hermenn

Íranir náðu þremur breskum herbátum á sitt vald í gær og handsömuðu átta breska hermenn, sem voru um borð í bátunum. Bátarnir voru á siglingu á landamærasvæði milli Íraks og Írans, en Íranir segja bátana hafa komið inn í landhelgi Írans. Áhöfnin verður sótt til saka, og hafa Bretast krafist skýringa á ástæðum þessa. Talið er að Íranir hyggist notfæra sér málið í pólitískum þrætum við Breta og önnur Evrópuríki, Samband Írana við Evrópulönd er heldur bágborið sem stendur, þar sem Evrópuríkin vilja mörg hver refsa Írönum fyrir að vera ekki nægilega samvinnuþýðir við rannsókn kjarnorkumála þeirra. Titrings gætti á olíumörkuðum í gær vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×