Erlent

Miskunnarlaust vísað úr landi

Hundruðum erlendra starfsmanna sem eru á löglegan hátt í Ísrael og hafa alla tilskilda pappíra og leyfi er vísað frá landinu á hverju ári með upplognum ástæðum starfsmanna útlendingaeftirlits landsins. Þetta kemur fram í máli Dekel Muskato, sem þangað til nýverið var yfirmaður útlendingaeftirlitsins og háttsettur lögreglumaður. Hann var látinn taka pokann sinn eftir að hann gagnrýndi þetta í spjalli sem síðan var hljóðvarpað í ísraelsku útvarpi. Hann segir að þetta hafi ítrekað verið stundað og hann hafi orðið vitni að því þegar erlendir verkamenn hafi orðið fyrir barsmíðum lögregluþjóna í landinu. Margir Kínverjar starfa í landinu og fer þeim fjölgandi sem þangað sækja sér vinnu en heimamenn eru ekki ýkja hrifnir og vísa eins mörgum frá og hægt er án þess að grunsamlegt þyki, að sögn Muskato. Segir hann það venju að starfsmenn utanríkisráðuneytisins, sem hefur yfirumsjón með útlendingum, séu plataðir aftur og aftur sýni þeir forvitni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×