Erlent

Færeyjarlax gjaldþrota

Færeyjalax, sem var eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki í Færeyjum, er gjaldþrota. Fyrirtækið er í Klakksvík og var gríðarleg uppsveifla á því fyrir nokkrum árum þegar það skilaði hátt í 500 milljóna króna hagnaði eitt árið. Árið 2002 var tapið hinsvegar hátt í 500 milljónir og ekki hefur verið greint frá tapinu í fyrra, nema að reksturinn er kominn í þrot. Fisksjúkdómar, sem komið hafa upp í eldinu eiga sinn þátt í óförunum, auk lækkandi afurðaverðs á heimsmarkaði og hækkandi fóðurverðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×