Erlent

Ævilangt fangelsi

"Þessi maður er siðblindur og ráðskast með fólk af fullu samviskuleysi og það mun aldrei breytast," sagði Michel Bourlet, saksóknari í málinu gegn barnaníðingnum og morðingjanum Marc Dutroux. Hann fór þess á leit við dómara að Dutroux yrði dæmdur til að verja því sem eftir væri ævinnar á bak við lás og slá. Samkvæmt belgískum lögum eiga glæpamenn sem hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi möguleika á reynslulausn eftir tíu ár í fangelsi. Saksóknarinn bað um að Dutroux ætti ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 20 ár, samkvæmt ákvæði um sérstaklega hættulega fanga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×