Fleiri fréttir

Franskir sjómenn á Fáskrúðsfirði

Safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði opnaði í byrjun júní, en þetta er fimmta sumarið sem það er opið. Að sögn Alberts Eiríkssonar, safnstjóra, er þar fjölmargt nýrra mynda og muna sem gestir geta notið í sumar.

Hallgrímur Helga borgarlistamaður

Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöfundur, var í dag valinn borgarlistamaður af menningarmálanefnd Reykjavíkur. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Þrettán fá fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi þrettán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum nú síðdegis. Þeir sem fengu riddarakross að þessu sinni eru

Skólpleiðsla loksins lögð

Ekki snúast allar framkvæmdir í Fjarðarbyggð um álversframkvæmdir. Daglegur rekstur sveitarfélagsins hefur heldur aukist við þær framkvæmdir, en daglegt líf gengur sinn gang og kappkostað er þessa dagana að nota veðurblíðuna til að framkvæma verk sem hafa beðið.

Óformlegir fulltrúar embættisins

"Fyrrum forsetar komast aldrei undan því að hafa verið forsetar og stundum er ætlast til þess að þeir komi að einhverjum málum sem slíkir, en þeir eru að sjálfsögðu ekki fulltrúar forsetaembættisins, né hafa neinum skyldum að gegna við það," segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti íslands.

Hættir störfum sem íþróttastjóri

Íþróttafélag stúdenta kvaddi Valdimar Örnólfsson með hófi í gærkvöldi en hann hætti í vor sem íþróttastjóri Háskólans eftir nærri 37 ára starf. Valdimar söng á Austurvelli í morgun sem einn af Fóstbræðrum en Valdimar hefur löngum þótt liðtækur söngmaður.

Íslendingar dagsins í dag

Ljósmyndabókin Íslendingar kom út í dag og á sama tíma var opnuð sýning af völdum myndum úr bókinni. Myndefnið er Íslendingar dagsins í dag. Sýningin hefur verið sett upp á Austurvelli og hún er framlag til að skilja hvar Íslendingar eru staddir nú í upphafi 21. aldar.

Erum ekki kynþáttahatarar

Biskup áminnti þjóðina um að sýna umburðarlyndi í hátíðarguðþjónustu í Dómkirkjunni í dag. Í ræðu sinni lagði hann út af forsíðu blaðins Reykjavík Grapevine, en hana prýðir þeldökk kona íklædd þjóðbúningi Íslendinga. Eins og fram hefur komið í fréttum stöðvar 2 var það ekki heiglum hent að fá hátíðarbúning á konuna sem prýðir forsíðuna að láni.

Hallgrímur er gott rauðvín

Eftir tólf ár verður hann vel þroskaður, þungur, höfugur með ríkum ilmi. Stefán Jón Hafstein líkti með þessum orðum nýjum borgarlistarmanni við gott rauðvín í dag. Hallgrímur Helgason hlaut titilinn í ár, ekki síst fyrir að hafa gert víðreist og meðal annars komið, einn fárra listamanna, á teppið.

Biskup messar yfir forystumönnum

Virðing fyrir hinni opnu samræðu og friðsamlegum lausnum ágreiningsmála ætti ætíð að vera aðalsmerki okkar, sagði biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, þegar hann messaði yfir forystumönnum þjóðarinnar í Dómkirkjunni.

Veðurblíðunni var misskipt

Þúsundir landsmanna komu saman og fögnuðu í tilefni dagsins þrátt fyrir að veðurblíðunni hafi verið misskipt milli landshluta. Dagskráin í höfuðborginni var vegleg í ár. Hún hófst með hefðbundnum hætti í kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem lagður var blómsveigur að gröf Jóns Sigurðssonar.

Tóku saman þátt í opinberri athöfn

Forseti Íslands og forsætisráðherra tóku saman þátt í opinberri athöfn í dag í fyrsta sinn frá því forsetinn synjaði lagafrumvarpi forsætisráðherrans staðfestingar. Strikum yfir stóru orðin, standa við þau minni reynum sagði forsætisráðherra og vitnaði í kvæði eftir Hannes Hafstein.

Eldsvoði í Hafnarfirði

Nú fyrir stundu kom upp eldur í klæðningu í verslunarmiðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði. Allt tiltækt slökkvilið í Hafnarfirði er á staðnum. Ekki lágu fyrir frekari upplýsingar um eldsvoðann.

Kveikt í klæðningu

Slökkvilið Hafnarfjarðar hefur nú slökkt eld sem kom upp í klæðningu verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðarins í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir stundu. Allt tiltækt slökkvilið bæjarins fór á staðinn en fjöldi fyrirtækja er í húsinu.

Afstaðan í auðu seðlunum

Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna.

Ásakanir um fordóma rakalausar

Þjóðdansafélag Reykjavíkur hafnar ásökunum um kynþáttafordóma. Ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að Þjóðdansafélagið hafi neitað að leigja sér skautbúning því fyrirsætan sem átti að skarta honum var svört.

Takmörkuð bjartsýni leiðtoga

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins leitast í dag við að ná samkomulagi um helstu deilumál sín sem hafa komið í veg fyrir að sátt hefur náðst um stjórnarskrá sambandsins. Þeir hófu tveggja daga fund sinn í gær en voru lítt bjartsýnir.

Írakar tengdust víst al-Kaída

George W. Bush Bandaríkjaforseti dró í gær í efa fullyrðingar nefndar, sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11. september, um að ekki væri að sjá að nein tengsl hefðu verið á milli íraskra stjórnvalda og al-Kaída.

Minnsta kókaínframleiðsla í 14 ár

Nær þriðjungi minna landsvæði var lagt undir framleiðslu kókalaufa til kókaíngerðar á síðasta ári en þremur árum fyrr samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Bitnar á síldarútflytjendum

Skrifræði Evrópusambandsins getur verið þungt í vöfum og hefur það meðal annars bitnað á íslenskum síldarútflytjendum, sem ekki njóta umsaminnar tollalækkunar. Fimmtán prósenta tollur af síldarflökum átti til dæmis að falla niður fyrsta maí, eftir inngöngu nýju ríkjanna í sambandið.

Höfða mál gegn ríkissaksóknara

Samtök gegn spillingu hafa höfðað mál til að fá ákvörðun ríkissaksóknara Ísraels hnekkt, en hann ákvað í gær að sækja Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ekki til saka. Sharon sætti rannsókn vegna aðildar að máli kaupsýslumannsins Davids Appels.

Olíuútflutningur stöðvast

Allur olíuútflutningur frá megin olíuútflutningshöfnum Íraks hefur stöðvast í vikunni vegna skemmdarverka og er óvíst hvenær hægt verður að hefja útflutning á ný. Tvær lykil olíuleiðslur hafa verið skemmdar undanfarna daga, og því geta Írakar ekki flutt út 1,6 milljónir olíufata daglega.

Hóta að drepa Johnson

Paul Johnsons, Bandaríkjamaður í gíslingu öfgamanna í Sádi-Arabíu, verður drepinn innan þriggja sólarhringa sleppi yfirvöld í landinu ekki fjölda fanga sem tengjast al-Qaeda. Íslömsk vefsíða birti í nótt myndbandsupptöku með Johnson, þar sem hann sést með bundið fyrir augu ásamt þeim sem halda honum föngnum.

Réttað yfir auðjöfri

Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis.

Mestu útflutningstekjurnar

Á sama tíma og Frakkar státa sig af útflutningi eðal vína, Suður Afríkumenn af demantaútflutningi og Hollendingar af útflutningi á rósum er blautverkaður saltaður þorskur sú sjávarafurð, sem skilaði Íslendingum mestum útflutningstekjum í fyrra.

Göng undir Almannaskarð

Sprengingar hefjast í dag vegna gerðar jarðganga undir Almannaskarð í grennd við Höfn í Hornafirði. Þau verða ellefu hundruð metra löng auk 90 metra og 70 metra vegskála við stitt hvorn enda. Ráðgert er að verkinu verði að fullu lokið eftir eitt ár.

Hákon og Mette á leið til landsins

Hákon Magnús, krónprins Noregs og Mette Marit eiginkona hans, eru væntanleg í opinbera heimsókn hingað til lands 27. þessa mánaðar. Er ráðgert að þau dvelji hér á landi í þrjá daga. Þau munu meðal annars heimsækja síldarminjasafnið á Siglufirði en í ár er þess minnst að hundrað ár eru liðin síðan að síldarævintýrið þar hófst.

Þunglynd dönsk börn

Fjöldi danskra barna á þunglyndislyfjum hefur fjórfaldast frá því árið 1997. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Árið 1997 voru 654 börn undir átján ára aldri á slíkum lyfjum, en í ár eru þau 2830.

EFTA slæmur kostur

Vilji Bretar draga úr áhrifum sínum á alþjóðavettvangi og fórna stórveldisstimpli sínum, er besta leiðin til þess að segja sig úr Evrópusambandinu. Þeir fórna þá fullveldinu og verða áhrifalausir, eins og EFTA-ríkin. Þetta er niðurstaða leiðarahöfundar dagblaðsins Independent í dag.

Bréfum ekki svarað

Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur sendi forsætisráðuneytinu tvö bréf þar sem óskað var eftir samstarfi um 17. júní hátíðarhöld. Engin svör bárust og segir ráðuneytisstjórinn að erindið hafi dottið upp fyrir sökum tímaskorts.

Stakk hann þrisvar

Grétar Sigurðarson, einn sakborninga í líkfundarmálinu, játaði fyrir héraðsdómi í dag, að hafa stungið lík Vaidasar Jusevisiusar þrisvar sinnum, en ekki fimm sinnum, eins og hann er ákærður fyrir. Grétar neitaði að öðru leyti sök í málinu, en það var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 14 í dag.

Lítilsvirða mótframbjóðendur

Ingibergur Sigurðsson, kosningastjóri Ástþórs Magnússonar, telur að Leiklistarsamband Íslands lítilsvirði mótframbjóðendur Ólafs Ragnars Grímssonar með því að bjóða þeim ekki á leiklistarverðlaunin Grímuna í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ólafur Ragnar afhendir þar heiðursverðlaun hátíðarinnar.

TM dæmd til greiðslu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Tryggingamiðstöðina til að greiða erfingjum Svanhildar Bjarnadóttur 7 milljónir og 50 þúsund króna tryggingabætur. Svanhildur lést eftir að hún féll af svölum fjórðu hæðar hótels á Kanaríeyjum 5. janúar 2002.

Kvóti kolmunna aukinn

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka leyfilegan heildarafla á kolmunna á árinu um 220 þúsund tonn þar sem Evrópusambandið hefur aukið kvóta þess um 350 þúsund.

Vigdís hefði nýtt málskotsrétt

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, telur að frekar hefði átt að vísa frumvarpi um Kárahnjúkavirkjun til þjóðaratkvæðagreiðslu en fjölmiðlafrumvarpinu.

Grjótkast í Borgartúni

Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar átti fótum fjör að launa þegar sprengt var fyrir grunni í Borgartúni. Svo virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis við framkvæmdina því skæðadrífa grjóts kastaðist yfir byggingar og bifreiðar í nágrenninu.

Verða að stöðva námugröft

Stöðva verður námugröft í landi Kjarrs í Ingólfsfjalli, eftir að Skipulagsstofnun úrskurðaði að leggja þyrfti framkvæmdina í mat á umhverfisáhrifum. Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu, að náman sé ný og því eigi við lög um skipulags- og byggingarmál frá 1998.

Hinir vísu menn funda

Sex manna hópur sérfræðinga kom í gær fyrir nefnd "hinna vísu manna" sem undirbýr þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna fjölmiðlalaganna. Megináherslan er lögð á að svara þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að setja skilyrði um þátttökufjölda í atkvæðagreiðslunni.

Vilja Guðrúnu burt

Meirihluti norska Stórþingsins hefur brugðist harkalega við þeirri ákvörðun norska sjávarútvegsráðuneytisins að láta ekki hífa fjölveiðiskipið Guðrúnu Gísladóttur upp af hafsbotni við Lófóten. Stórþingsmenn krefjast frekari aðgerða, að öðrum kosti verði verðmætum fiskimiðum stefnt í hættu.

Blair lofar þjóðaratkvæðagreiðslu

Að vera eða ekki að vera í Evrópusambandinu er spurning sem er til umræðu á Bretlandseyjum í kjölfar þess, að stjórnmálaflokkur sem vill ganga úr sambandinu bar sigur úr býtum í Evrópuþingskosningum um helgina.

Ólík kosningabarátta

Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu.

Guðrún afhendir verðlaun Vigdísar

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, afhendir verðlaun fyrir barnaleikrit í fjarveru Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Vigdís vildi ekki bendla forsetaembættið við umræðu um fjölmiðlalögin sem hún taldi að yrði óhjákvæmilegt í ljósi þess að Baugur fjármagnar hátíðina.

Hefði verið ábyrgðarleysi

Jónatan Þórmundsson lagaprófessor telur að það hefði verið ábyrgðarleysi af þjóðhöfðingja að stöðva Kárahnjúkamálið. Hann telur að skilja megi orð Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta í gær svo að hún telji að forseti hafi vald til að synja málum staðfestingar.

Steyptist niður skriðu

Mannlaus bíll steyptist niður Mánárskriður skammt frá Siglufirði í gær og hafnaði gjör ónýtur niðri í fjöru. Vegagerðarmaður, sem var að líta eftir veginum, var ný stiginn út úr bílnum, sem rann af stað og fór fram af vegkantinum. Snarbratt er á þessum slóðum og langt niður í fjöru og er ekki viðlit að ná flakinu upp, en hægt er að komast að því sjóleiðina.

Hrun á úthafskarfa

Algjört hrun hefur orðið í veiðum á úthafskarfa á þessu ári miðað við undanfarin ár og hefur aflinn frá áramótum dregist saman um rúm 80 % miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt aflatölum Fiskistofu frá áramótum til maí loka, höfðu aðeins veiðst 3600 tonn af úthafskarfa á móti 18.600  tonnum á sama tíma í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir