Réttað yfir auðjöfri 16. júní 2004 00:01 Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis. Mikhail Khodorkovsky er með auðugustu mönnum Rússlands og aðaleigandi olíufyrirtækisins Yukos. Hann var handtekinn fyrr á árinu og hefur setið í gæsluverðhaldi, sakaður um stórfelld fjársvik og skattsvik. Búist er við að málið verði eitthvert hið mikilvægasta sem rússneskir dómstólar hafa fengið til meðferðar frá falli Sovétríkjanna. Gagnrýnendur telja margir hverjir að í raun snúist málið um pólitíska baráttu, og að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vilji sýna svokölluðum oligörkum, mönnum sem græddu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hver ráði. Þeim sé hollast að efast ekki um völd Kremlar, en harðlínumenn þar hafa séð ofsjónum yfir meintum áhrifum auðjöfra á almenningsálit og stjórnmál. Lögmenn Khodorkovskys og viðskiptafélaga hans eiga von á því að þeir verði fundnir sekir og þurfi að sitja allt að tíu ár á bak við lás og slá. Vestrænir lögfræðingar, sem kynnt hafa sér málið, telja reyndar að Khodorkovsky og félagar séu ekki með tandurhreinan skjöld. Á föstudaginn verður mál rússneska fjármálaráðuneytisins gegn Yukos, félagi Khodorkovskys, tekið fyrir hjá öðrum dómstóli, en ráðuneytið vill að fyrirtækið greiði 247 milljarða í vangreidda skatta og það þegar í stað. Þar sem enn einn dómstóll hefur áður fryst allar eigur fyrirtækisins, segja sérfræðingar að Yukos fari í þrot úrskurði dómstóllinn að skattaskuldin skuli greidd þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir því að eignum fyrirtækisins verði skipt upp, og að ríkisorkufyrirtækin Gazprom og Rosneft fái safaríkustu bitana.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira