Erlent

Þunglynd dönsk börn

Fjöldi danskra barna á þunglyndislyfjum hefur fjórfaldast frá því árið 1997. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Árið 1997 voru 654 börn undir átján ára aldri á slíkum lyfjum, en í ár eru þau 2830. Læknar segja ástæður þessa annars vegar að börn komi frekar til meðhöndlunar nú en áður og það fyrr, og hins vegar þurfi fjöldi barna á slíkum lyfjum að halda vegna þráhyggjukenndrar hegðunar, svo sem að þvo sér um hendur í sífellu. Þunglyndislyfin slái á þandar taugar þessara barna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×