Afstaðan í auðu seðlunum 17. júní 2004 00:01 Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki. Fréttir Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag, miðað við alla sem tóku afstöðu. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna. Könnun Gallups fór fram dagana 2. - 15. júní og náði til 1.230 manns en svarhlutfall var 65 prósent. Um 86 prósent sögðu það mjög eða frekar líklegt að þeir kjósi í forsetakosningunum. Þátttaka í forsetakosningum á Íslandi hefur ávallt verið mikil, 82-92,2 prósent, nema í fyrra skiptið sem einhver bauð sig fram gegn sitjandi forseta, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988. Þá var kosningaþátttakan aðeins 72,8 prósent, en Vigdís vann yfirburðasigur og hlaut 90,5 prósent gildra atkvæða en Sigrún 5,2 prósent. Auð og ógild atkvæði voru 4,3 prósent. Ef miðað er við alla sem voru á kjörskrá, jafnvel þá sem ekki mættu á kjörstað, hlaut Vigdís 81,9 prósent atkvæða svo sigur hennar hlýtur að teljast afgerandi hvernig sem á það er litið. Auðir og ógildir seðlar hafa aldrei verið fleiri en þeir voru í kosningunum 1988, í öðrum kosningum voru þeir 0,4-3,1 prósent. Það vekur því athygli hversu mikil kjörsókn mælist í könnun Gallups, en leiða má líkum að því að atburðarás undanfarinna vikna eigi sinn þátt í að kjörsókn verði meiri en 1988. Kannanir benda til þess að sigur Ólafs Ragnars sé í höfn, en það verða í raun auðir seðlar sem segja til hver staða Ólafs Ragnars er. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar verði að fá að minnsta kosti jafn góða kosningu og Vigdís hlaut árið 1988; annað hljóti að vera vantraustsyfirlýsing til forsetans sem sameiningartákns. Á hinn bóginn ef litið er til þess að Ólafur hafi breytt eðli forsetaembættisins síðastliðnar vikur og gert það pólitískt megi líta á þetta sem góðan sigur. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur telur að fari kosningarnar á þá leið sem Gallup spáir séu það góð úrslit fyrir Ólaf Ragnar Grímsson. "Með sigri sem þessum fengi Ólafur Ragnar 60 prósent allra sem eru á kjörskrá og það verður ekki séð öðruvísi en sem mjög glæsilegur sigur." Hann segir hins vegar að auðu og ógildu atkvæðin geti orðið mælikvarði á afstöðu fólks og ef fjöldi þeirra eykst verulega sé það áhyggjuefni fyrir forsetann. "Ef margir mæta á kjörstað til að skila auðum seðli er greinilega tekin afstaða á móti forsetanum og það yrði óneitanlega mjög slæmt fyrir hann ef auðum seðlum myndi fjölga verulega miðað við kosningarnar 1988." Það stefnir því í spennandi kosningar næstkomandi laugardag, hvort sem úrslitin kunna að vera ráðin eða ekki.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira