Fleiri fréttir

Mál sem brennur á kúabændum

Stofnuð hefur verið samstarfsnefnd Yfirdýralæknisembættisins, Bændasamtakanna og Rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins, til að grafast fyrir um orsakir aukins kálfadauða hér á landi. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands Kúabænda, segist vænta þess að einhverjar niðurstöður liggi fyrir frá nefndinni að loknum sumarleyfum.

Rangar ráðleggingar í 20 ár

"Sé litið yfir 20 ára feril hafa ráðleggingar Alþjóða hafrannsóknarráðsins yfirleitt reynst rangar, bæði hvað varðar Færeyjar, Ísland og Noreg, svo dæmi séu nefnd. Það er allt öfugu megin á hrossinu" sagði Jón Kristjánsson fiskifræðingur um tillögur Alþjóða hafrannsóknarráðsins sem ráðleggur Færeyingum að minnka veiðar á þorski og ýsu um 60% á næsta fiskveiðiári.

Ákærður fyrir þrjár líkamsárásir

Stefán Logi Sívarsson hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir á tveimur dögum, þar af eina sérstaklega hættulega. Stefán var á reynslulausn þegar hann framdi árásirnar og reyndi lögreglan í Reykjavík án árangurs að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald eftir fyrstu árásina.</font /></b />

Má ekki klæðast íslömskum klæðum

Fimmtán ára gömul íslömsk stúlka, sem búsett er í Bretlandi, tapaði máli fyrir rétti í dag þar sem hún fór fram á að mega klæðast íslömskum klæðum í skólanum.

Vill rannsaka hvali við Ísland

Alþjóðadýraverndunarsjóðurinn, International Fund for Animal Welfare, hefur beðið í tæpa fimm mánuði eftir leyfi sjávarútvegsráðuneytis til að stunda rannsóknir á spendýrum við Íslandsstrendur. Sjávarútvegsráðuneytið ætlar að óska eftir frekari upplýsingum áður en leyfið verði veitt.

Siðanefnd fundar vegna Hannesar

Fundur var haldinn í siðanefnd Háskóla Íslands í morgun. Tilefnið var kæra aðstandenda Halldórs Laxness vegna fyrsta bindis ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Nóbelsskáldið. Þeir telja Hannes hafa brotið höfundarréttarlög og siðareglur Háskóla Íslands við ritun bókarinnar.

ÖBÍ leitar að tillögum

Þessa dagana leitar Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, að tilnefningum til aðgengisverðlauna samráðsvettvangs Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni fatlaðra (NSH). Verðlaunaafhending NSH er árviss viðburður, en að þessu sinni er sjónum beint að upplýsingasamfélaginu.

Lengst allra í embætti

Enginn breskur stjórnmálamaður hefur setið lengur samfellt í stóli fjármálaráðherra en Gordon Brown. Í gær hafði hann gegnt embættinu í sjö ár og 44 daga.

Ný lög hefðu breytt öllu

"Ef vændisfrumvarpið svokallaða hefði farið í gegnum þingið, þá hefði refsiábyrgðinni verið snúið við og konan hefði getað kært," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður um mál, þar sem konu var vísað frá með kæru á hendur manni sem auglýsti eftir starfskrafti en var í raun að leita að vændiskonu.

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels verður ekki ákærður fyrir mútuhneyksli að sögn dómsmálaráðherra landsins, Menachem Mazuz. Málið snýst um meintar mútugreiðslur upp á hundruðir þúsunda Bandaríkjadala, sem sonur Sharons á að hafa fengið í lok síðasta áratugar frá ísraelskum kaupsýslumanni, og að Sharon hafi átt aðild að málinu.

Læknisþjónusta tryggð

Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði og Heilsugæslan í Reykjavík og nágrenni hafa gert með sér samstarfssamning um læknisþjónustu sem gildir til tveggja ára. Samkvæmt samningnum verða læknar á vegum heilsugæslunnar starfandi við heilbrigðisstofnunina samkvæmt ákveðnu skipulagi.

KB banki sýknaður í Héraðsdómi

Kaupþing-Búnaðarbanki var í dag sýknaður af kröfu fyrrverandi vaktmanns í bankanum sem sagt var upp vegna gruns um að leka trúnaðarupplýsingum úr bankanum. Maðurinn lá undir grun um að hafa lekið upplýsingum til Norðurljósa um að Búnaðarbankinn ætti í viðræðum við aðila um yfirtöku á fyrirtækinu og að bankinn hafi þar rofið trúnað við Norðurljós.

Litarefni auka líkur á ofvirkni

Talið er að tilbúin litarefni og Benzoate rotvarnarefni í mat auki líkurnar á ofvirkni hjá ungum börnum. Sú er niðurstaða rannsóknar á hegðun 277 forskólabarna sem Dr. John O. Warner frá Southampton General Hospital í Bretlandi stjórnaði.

Nýr kjarasamningur samþykktur

Skipstjórnarmenn á flutningaskipum og farþegaskipum, 500 brúttótonn og stærri í millilandasiglingum og strandferðum, samþykktu nýjan kjarasamning sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki hinn 11. maí síðastliðinn.

Truflanir á tölvupósti

Síminn Internet hefur á einum og hálfum sólarhring stöðvað um hálfa milljón vírussýktra tölvupóstskeyta sem send voru til viðskiptavina fyrirtækisins. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að starfsmenn Símans hafa sjaldan séð annað eins magn sýktra skeyta á jafn skömmum tíma.

Nýr forstjóri ráðinn

Jakob Óskar Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri SÍF, en Örn Viðar Skúlason sem gegnt hefur stöðu forstjóra undangfarna mánuði tekur við sínbu fyrra starfi sem aðstoðarforstjóri. Jakob er með BS gráðu í efnafræði og MBA gráðu í fjármálstjórn, markaðsmálum og alþjóðaviðskiptum.

Síðasta yfirheyrslan

Hefðu orustuþotur getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001? Þetta er spurningin sem sjálfstæð rannsóknarnefnd sem hefur kannað árásirnar leitar svara við á fundi á morgun. Þá verður haldin síðasta opinbera yfirheyrslan í rannsókninni.

Mesti halli í sögunni

Fjórða mánuðinn í röð mældist viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd meiri en hann hafði nokkru sinni áður mælst í sögunni. Viðskiptahallinn nam um 3.400 milljörðum króna í apríl, samkvæmt nýbirtum tölum.

Alvarlegir glæpir aukast í London

Lundúnalögreglan leggur nú á ráðin um að koma á fót sérstakri deild innan lögreglunnar til að sporna við sívaxandi tíðni alvarlegra glæpa sem framdir eru af fólki frá Suður-Asíu. Þrjátíu og átta morð voru framin í London af Suður-Asíubúum á síðasta ári sem er næstum fjórfalt meira en fyrir áratug.

Frekara rannsóknarstarf undirbúið

Stofnuð hefur verið samstarfsnefnd Yfirdýralæknisembættisins, Bændasamtakanna og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, til að grafast fyrir um orsakir aukins kálfadauða hér á landi.

Mat miðað við ákveðnar forsendur

"Við sem erum að vinna í þessum hefðbundnu vísindum erum að leggja fram mat okkar miðað við ákveðnar forsendur," sagði Einar Hjörleifsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun um fram komna gagnrýni á ráðleggingar Alþjóða hafrannsóknarráðsins um samdrátt í fiskveiðum Færeyinga.

Fáir afpanta húsnæði

Fáir hafa afpantað sumarbústaðapláss í Húsafelli samkvæmt þeim upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá nokkrum stéttafélögum sem eiga búastaði þar. Ýmsir hafa þó hringt í stéttarfélög sín og kannað stöðu sína.

Fær al-Sadr pólitískt hlutverk?

George Bush forseti Bandaríkjanna segist ekki munu standa í vegi fyrir því að sjítaklerkurinn Moqtada al-Sadr fái pólitískt hlutverk í Írak eftir valdaskiptin síðar í mánuðinum. Al-Sadr hefur farið fyrir andspyrnuhreyfingunni sem barist hefur við hernámsliðið í landinu undanfarnar vikur og kallaði George Bush hann andlýðsræðissinnaðan óþokka á dögunum.

Atvinnuleysi 3,3 %

Atvinnuleysi í maí mældist 3,3 prósent samkvæmt Vinnumálastofnun. Þetta er 0,3 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Í maí síðastliðnum voru skráðir 102.875 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem jafngilda því að 4.900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum.

Tveir féllu

Ísraelar réðu tvo palestínska vígamenn af dögum í Balata flóttamannabúðunum nærri Nablus á Vesturbakkanum. Herþyrla skaut flugskeyti á bíl sem Khalil Marshoud, leiðtogi Al-Aqsa píslarvættanna á svæðinu og félagi hans voru í. Þeir létust báðir. Samherji þeirra sem var einnig í bílnum særðist.

Fjöldi flækingsfugla á landinu

Þrjár ryðendur hafa gert sig heimakærar á Hjarðarnesi í Nesjum í rúma viku. Þar fara tveir kvenfuglar og karlfugl sem líklega eru ársamlir, segir Brynjúlfur Brynjólfsson, formaður félags fuglaáhugamanna á Hornafirði. Síðast sást til ryðandapars á landinu árið 1999. Fjöldi sjaldseðra flækingsfugla hafa haft viðkomu á landinu í vor.

Vara við kröfugerð

Norður-kóresk stjórnvöld vöruðu við því í gær að enginn árangur næðist á sex þjóða viðræðum í næstu viku ef Bandaríkin halda í kröfu sína um að Norður-Kórea rífi aðstöðu sína til gerðar kjarnorkuvopna.

Spánn lýkur rannsókn

Spænski rannsóknardómarinn Baltasar Garzon segist hafa lokið rannsókn sinni á því hvernig meintur hópur al-Kaídaliða á Spáni tók þátt í skipulagningu hryðjuverkaárásanna í New York og Washington 11. september 2001.

Stuðningur við stjórnina

Nágrannaríki Íraks og Egyptar að auki lýstu í gær stuðningi við bráðabirgðastjórn Íraks. Yfirlýsingin er hluti af þeirri alþjóðlegu viðurkenningu sem stjórnin sækist eftir. Viðurkenning innan lands og utan er mikilvæg forsenda fyrir því að takast megi að koma á friði í landinu.

Kjóllinn bannaður

Fimmtán ára íslömsk stúlka fær ekki að klæðast hefðbundnum kjól og slæðu íslamskra kvenna í skólanum sem hún stundar nám við í London. Stúlkan var send heim úr skólanum í september 2002 fyrir að klæðast jilbab, síðum kjól sem hylur allan líkama hennar nema hendur og andlit.

Færri brenndir á báli en talið var

Það voru ekki nærri því jafn margir pyntaðir til játninga og brenndir á báli fyrir galdra og flestir hafa löngum talið. Þetta segja sagnfræðingar sem fóru yfir skjöl Vatíkansins til að meta útbreiðslu mannréttindabrota í tíð rannsóknarréttarins og hversu stóran hluta þess mætti rekja til kirkjunnar manna.

Fá ekki að koma aftur til Íslands

Útlendingar sem eru dæmdir til refsingar hér á landi þurfa að afplána helming refsingarinnar. Að henni lokinni er þeim vísað úr landi og fá ekki að koma aftur til Íslands. </font /></b />

Seldi tugi gramma í hverri viku

Rannsókn á máli 22 ára manns, sem handtekinn var í Þorlákshöfn um hádegi á föstudaginn í síðustu viku, er enn í fullu gangi. Maðurinn hefur játað töluverða sölu fíkniefna. Hann býr hjá afa sínum og ömmu og fundust á heimilinu riffill, haglabyssa, loftskotvopn, fíkniefni, axir, hnífar og þýfi.

Kaup KB banka vekja athygli

Markaðsverðmæti KB banka hélt áfram að hækka í gær og hefur nú hækkað um 26 milljarða á tveimur dögum. Hlutabréfin hækkuðu um 3,29 prósent í gær en eftir að kaup KB banka á danska bankanum FIH hækkuðu bréfin um 12,5 prósent. Markaðsvirði KB banka er nú tæpir 180 milljarðar króna.

Fjórir í forvali

Fjórir aðilar hafa tilkynnt þátttöku sína í forvali varðandi hönnun, byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels í miðborg Reykjavíkur. Hóparnir fjórir eru Fasteign hf. sem Ístak/PIHL stýrir, Multiplex, Portus Group sem Íslenskir aðalverktakara stýra og Viðhöfn sem Eykt stýrir.

Prófniðurstöður í skoðun

Niðurstöður prófa í tveimur áföngum Tækniháskóla Íslands eru í skoðun eftir að 80% nemenda féllu í öðrum þeirra og 60% í hinum. Sami kennarinn kenndi báða áfangana og voru nemendurnir á fyrri önn lokaárs í rekstrardeild.

Samþykktu kjarasamning

Félag skipstjórnarmanna hefur samþykkt nýjan kjarasamning skipstjórnarmanna á flutninga- og farþegaskipum, 500 brúttótonn og stærri. Samningurinn var undirritaður í maí með fyrirvara um samþykki.

Hóta starfsfólki lífláti

Tveir pólitískir flóttamenn sem beðið hafa um hæli hér á landi hafa haft uppi alvarlegar hótanir við starfsfólk Félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hótað starfsfólki líkamsmeiðingum og jafnvel lífláti.

Hóta starfsfólki lífláti

Tveir pólitískir flóttamenn sem beðið hafa um hæli hér á landi hafa haft uppi alvarlegar hótanir við starfsfólk Félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hótað starfsfólki líkamsmeiðingum og jafnvel lífláti.

Meira veitt í maí

Aflinn í maí var 1451.927 tonn sem er rúmlega fjögur þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins hefur aflasamdráttur verið 76 þúsund tonn milli ára sem skýrist á slökum árangri í loðnuveiðum.

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu

Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að leggja fram sameiginlegt frumvarp um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þing kemur saman þann 5. og 6. júlí.

Leigjendasamtökin stefna í þrot

"Það verður ógerlegt að starfrækja Leigjendasamtökin með einungis eina milljón króna til rekstrar á ári, ef heldur fram sem horfir," sagði Guðmundur St. Ragnarsson formaður samtakanna, spurður um þann þrönga fjárhagslegan kost sem samtökin búa nú við.

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu

Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að leggja fram sameiginlegt frumvarp um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þing kemur saman þann 5. og 6. júlí.

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, verður ekki ákærður fyrir spillingu. Ríkissaksóknari Ísraels telur hvergi nærri nógar sannanir fyrir því að Sharon hafi brotið af sér þannig að þær dugi til sakfellingar.

Stækka byggðir á vesturbakkanum

Ísraelsk stjórnvöld eru að skoða möguleika á byggingu nokkur þúsund íbúða landtökumanna á Vesturbakkanum. Þar með virðast vera að rætast áhyggjur Palestínumanna sem sögðu að brotthvarf frá Gaza væri til þess eins að draga athyglina frá frekari uppbyggingu landnemabyggða og upptöku lands Palestínumanna á Vesturbakkanum.

Sjá næstu 50 fréttir