Erlent

Spánn lýkur rannsókn

Spænski rannsóknardómarinn Baltasar Garzon segist hafa lokið rannsókn sinni á því hvernig meintur hópur al-Kaídaliða á Spáni tók þátt í skipulagningu hryðjuverkaárásanna í New York og Washington 11. september 2001. Garzon ákærði 40 manns meðan á rannsókn hans stóð, þeirra á meðal tíu sem hann segir hafa átt sérstaka aðild að skipulagningu árásanna 11. september. Mennirnir tíu ganga hins vegar allir lausir og því er ekki hægt að rétta yfir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×