Erlent

Síðasta yfirheyrslan

Hefðu orustuþotur getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001? Þetta er spurningin sem sjálfstæð rannsóknarnefnd sem hefur kannað árásirnar leitar svara við á fundi á morgun. Þá verður haldin síðasta opinbera yfirheyrslan í rannsókninni. Öryggisvarsla á jörðu niðri kom ekki í veg fyrir að flugræningjarnir kæmust um borð í flugvélarnar sem var flogið á World Trade Center og varnarmálaráðuneytið í Washington, leyniþjónustan komst ekki á snoðir um tilræðið í tíma og nú vill nefndin vita hvort orustuþotur hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×