Erlent

Tveir féllu

Ísraelar réðu tvo palestínska vígamenn af dögum í Balata flóttamannabúðunum nærri Nablus á Vesturbakkanum. Herþyrla skaut flugskeyti á bíl sem Khalil Marshoud, leiðtogi Al-Aqsa píslarvættanna á svæðinu og félagi hans voru í. Þeir létust báðir. Samherji þeirra sem var einnig í bílnum særðist. Ísraelar segja Marshoud hafa staðið á bak við fjölda árása á Ísraela. Fyrir rúmum mánuði síðan bönuðu Ísraelar tveimur meðlimum Al-Aqsa í flugskeytaárás í Nablus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×