Erlent

Vara við kröfugerð

Norður-kóresk stjórnvöld vöruðu við því í gær að enginn árangur næðist á sex þjóða viðræðum í næstu viku ef Bandaríkin halda í kröfu sína um að Norður-Kórea rífi aðstöðu sína til gerðar kjarnorkuvopna. Viðræður háttsettra embættismanna frá báðum Kóreuríkjum, Kína, Japan, Bandaríkjunum og Rússlandi hefjast í Peking eftir slétta viku. Þar verður leitað leiða við að draga úr spennu í kjarnorkudeilunni á Kóreuskaga sem reis eftir að ljóst varð að Norður-Kóreustjórn væri að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×