Erlent

Má ekki klæðast íslömskum klæðum

Fimmtán ára gömul íslömsk stúlka, sem búsett er í Bretlandi, tapaði máli fyrir rétti í dag þar sem hún fór fram á að mega klæðast íslömskum klæðum í skólanum. Stúlkan, sem heitir Shabina Begum, hefur ekki mætt í skólann í tvö ár eða síðan hún var rekin heim haustið 2002 fyrir að koma í skólann í svokölluðu „jilbab“ en það eru íslömsk klæði sem hylja allan líkamann fyrir utan andlit og hendur. Dómurinn minnir á deilur fyrr á þessu ári í Frakklandi þegar lögfest var bann við því að nemendur séu með íslamska höfuðklúta, gyðingakollhúfur og stóra krossa í skólanum. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×