Fleiri fréttir

Aðstæður móður ekki metnar

Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að Tryggingastofnun ríkisins hafi ekki metið megin málaðstæður þegar hún synjaði móður í fullu námi við HÍ um fæðingarstyrk veturinn 2001 til 2002. Forsendur Tryggingastofnunar voru að konan hefði ekki lokið tilskildum einingafjölda.

Brotthvarfi verði flýtt

Ísraelska ríkisstjórnin gæti byrjað að bjóða landtökumönnum á Gaza bætur fyrir að flytja þaðan þegar í næsta mánuði, þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki ákveðið endanlega að flytja landnema á brott. Samkvæmt tímaáætlun sem var birt á fimmtudag var ekki gert ráð fyrir að bótagreiðslur hæfust fyrr en í ágúst.

McCain ekki með Kerry

Repúblikaninn John McCain hefur sagt John Kerry, forsetaefni demókrata, að hann myndi ekki þiggja útnefningu sem varaforsetaefni hans. AP-fréttastofan hefur þetta eftir ónafngreindum ráðamönnum í Demókrataflokknum.

Ástþór vill fresta kosningum

Ástþór Magnússon hefur kært Ríkisútvarpið til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir "grófa ritskoðun og alvarlegt brot" á þeim reglum sem séu við lýði. Vísar Ástþór í viðtal sem Kastljós tók við þýska fræðimanninn Dietrich Fischer í maí og sendi út í fyrrakvöld.

Nýr kafli að hefjast

<font face="Helv"> </font>Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti Íraksályktun Bandaríkjamanna og Breta í gærkvöldi með atkvæðum allra fimmtán ríkjanna sem eiga sæti í ráðinu. Ályktunin hefur tekið allnokkrum breytingum frá því hún var upphaflega lögð fram fyrir tveimur vikum.

Lýðræðið fótum troðið

"Þessar niðurstöður eru svo sem ósköp eðlilegar því að ég fæ ekkert að koma málefnum framboðsins til skila," segir Ástþór Magnússon, sem mældist með 0,6 prósenta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Ráðherra fyrir borð

Ríkisstjórn Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tapaði þingmeirihluta sínum í gær þegar húsnæðisráðherrann Effie Eitam sagði af sér í mótmælaskyni við samþykkt stjórnarinnar um brotthvarf frá Gaza.

Íranar sæta gagnrýni

Íranar eru gagnrýndir í ályktunartillögu sem Bretland, Frakkland og Þýskaland hyggjast leggja fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnunina.

RÚV kært til ESA vegna ruv.is

Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur til skoðunar kæru vegna reksturs Ríkisútvarpsins á ruv.is. Þetta er önnur kæran á hendur RÚV sem ESA hefur til skoðunar. Fyrri kæran barst frá Norðurljósum þar sem óskað var eftir því að kannað yrði hvort RÚV hafi rétt á að innheimta skylduáskriftargjöld auk þess að fá rekstrarfé af auglýsingatekjum.

Bannað að birta úrslit

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt hollenskum stjórnvöldum að hún kunni að kæra þau ef úrslit úr kosningum til þings Evrópusambandsins verða birt á fimmtudag eins og búist er við.

Varað við sprengingum

Búið er að gefa út tilkynningu meðal íbúa í Hlíðahverfi um að vegna framkvæmda við færslu Hringbrautar megi búast við sprengingum og titringi samfara þeim.

Hrapaði í fjöruborðinu

Í það minnsta fjórtán manns létu lífið þegar farþegaflugvél hrapaði í Atlantshafið rétt undan strönd Afríkuríkisins Gabon.

Blóðugur bardagi

21 talibani lét lífið í bardögum við bandaríska og afganska hermenn í suðurhluta Afganistans. Fimm bandarískir hermenn og tveir afganskir særðust í bardaganum, sem braust út eftir að talibanarnir gerðu hermönnunum fyrirsát.

Skotið á bíl í Breiðholti

Skotið var á bíl á plani fjölbýlishúss í efra Breiðholti í gær. Skotið, sem fór í afturbretti bílsins, er 22 kalibera og er talið að því hafi verið skotið af stuttu færi.

Endurskoða aflareglu í þorski

Hafrannsóknastofnunin telur afar brýnt að endurskoða hið fyrsta þá aflareglu sem notuð er vegna þorskveiða hérlendis, þar sem reynslan sýni að afli undanfarinna ára hafi ekki verið í samræmi við markaða nýtingarstefnu íslenskra stjórnvalda.

Ekki ætlunin að ræða frumvarp

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nefndin sem skipuð var um löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslu muni starfa fullkomlega sjálfstætt.

Halldór vill samstöðu

"Af lyktum fundarins er augljóst að forsætisráðherra hefur ekki minnsta áhuga á að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu og komandi þinghald," segir Össur Skarphéðinsson

Stuttur kveikur í húsráðanda

"Við hófum umræður um þessi mál og það er ljóst að það er afskaplega stuttur kveikurinn í þeim sem ráða ríkjum í þessu húsi hér," sagði Ögmundur Jónasson.

Kosið um lögin í byrjun ágúst

Alþingi verður kallað saman mánudaginn 5. júlí þar sem ákveðið verður fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara fram í byrjun ágúst.

Forsendur kjarasamninga í hættu

Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur telur forsendur kjarasamninga í hættu þar sem verðbólga sé langt umfram þau mörk sem sett hafi verið. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 3,9 prósent síðastliðna tólf mánuði og jafngildir hækkunin undanfarna þrjá mánuði níu prósenta verðbólgu á ársgrundvelli.

Kynningin heldur áfram

"Ég er svolítið hissa á þessum niðurstöðum," segir Baldur Ágústsson, sem mældist með fimm prósenta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Ólafur með mesta fylgi

Tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hyggjast kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningunum sem fram fara þann 26. júní næstkomandi.

Alltaf einhverjir í viðtölum

"Við geðlæknarnir í nefndinni erum alltaf með einstaklinga, sem við erum að meta, í viðtölum" sagði Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem sæti á í nefnd landlæknisembættisins sem metur stöðu þeirra sem óska eftir að fara í kynskiptiaðgerð.

Milljónir þurfa hjálp

Milljónir Norður-Kóreumanna líða skort og þarfnast læknishjálpar, sagði Alistair Henley, fulltrúi Rauða krossins í Peking, höfuðborg Kína.

Karatemeistari ákærður

Karatemeistari í Svartfjallalandi hefur verið ákærður fyrir morð á ritstjóra stjórnarandstöðublaðs í landinu.

Múraður úti

Íbúar fjögurra íbúða fjölbýlishúss við Spítalastíg hafa fengið dómsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna áralangra deilna um eignaraðlid á forstofu. Árið 1994 keypti stefnandi íbúð í húsinu með leyfi til að færa vegg í forstofunni um hálfan metra og stúka svæði íbúðarinnar af.

Poppkorn í sjóinn

Norðmenn eru farnir að nota nýtt efni við æfingar gegn olíuleka í sjó. Efnið sem þeir telja hentugast til að líkja eftir olíuslikju, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið, er poppkorn.

Stal 3,6 milljónum

Maður fæddur 1975 hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir þjófnaði og fjársvik. Maðurinn braust inn á heimili við Langholtsveg í september í fyrra og hafði með sér innbú að værðmæti 700 þúsund krónur.

Fylgst með nýjum reinum

"Það er vel fylgst með því að ekki sé urðað hærra í nýjum reinum heldur en deiliskipulag segir til um," sagði Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingafulltrúi sveitarfélagsins Ölfuss, vegna ágreinings sem uppi er um urðun Sorpstöðvar Suðurlands.

Tvær kynskiptiaðgerðir á Íslandi

Það er Jens Kjartansson, lýtalæknir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, sem framkvæmdi báðar aðgerðirnar fyrir allnokkru síðan. Hann vann á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi áður en hann hóf störf hér heima.

Rúmlega 1000 undirskriftir

Átakshópurinn gegn færslu Hringbrautar hefur ákveðið að halda úti yfirstandandi undirskriftasöfnun til miðnættis 21. júní á forsíðu <a href="http://www.mbl.is">www.mbl.is</a> og <a href="http://www.tj44.net/hringbraut/">www.tj44.net/hringbraut/</a>.

Borgarstjóri hættir

Borgarstjóri Kaupmannahafnar, Jens Mikkelsen, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum en hann hefur gegnt embættinu síðan árið 1989.

Réttlættu beitingu pyntinga

Greinargerð sem bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi Hvíta húsinu í ágúst 2002 gefur til kynna að stjórnvöld hafi verið reiðubúin að leggja blessun sína yfir að meintir hryðjuverkamenn yrðu pyntaðir.

Allir á brott innan fimmtán mánaða

Ísraelsstjórn mun greiða þeim landtökumönnum sem flytja sjálfviljugir frá Gaza bætur frá og með ágústmánuði. Þeir landnemar sem verða ekki horfnir á braut ári síðar verða reknir burt með valdi samkvæmt tímaáætlun sem hefur verið lögð fram um brotthvarf Ísraela frá landnemabyggðum á Gaza.

Bjargað af djöflinum

Starfsmaður sirkuss, í gervi djöfulsins, kom sænskum dreng til bjargar eftir að sá síðarnefndi féll út úr einu leiktækjanna. Drengurinn greip í leiktækið og hékk í því, tíu metra uppi í lofti.

Ómarkviss fiskveiðistjórnun

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir vinnu við endurskoðun úthafssamnings Sameinuðu þjóðanna að hefjast. Hann segir mikilvægt að sjávarútvegsráðherrar Norður-Atlandshafslanda vinni saman í þeim málum og hafi áhrif:

Toppeinkunn staðfest

Matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest hæstu lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland. Einkunnin er Aaa/P1 og segir Moody's að hún byggist á aukinni fjölbreytni íslenska hagkerfisins og sveigjanleika þess.

Fyrsti Lettinn fallinn

Sex hermenn féllu í Írak í gær skammt frá Bagdad þegar þeir freistuðu þess að gera jarðsprengjur óvirkar. Þrír hinna föllnu voru frá Slóvakíu, tveir Pólverjar og einn Letti.

Þrír handteknir

Þrír albanskir karlmenn voru handteknir í gær vegna gruns um aðild að hryðjuverkum og mannréttindabrotum í Kosovo á árunum 1999 til 2001.

Bónusinn aflagður

Tryggingamiðstöðin tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að leggja niður bónuskerfi í bílatryggingum. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar deildarstjóra er núverandi kerfi ónýtt og því bregður TM á þetta ráð.

Sjálfstæðu leikhúsin í sókn

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa fær jafn marga gesti og Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Íslenska óperan og Íslenski dansflokkurinn til samans.

Samkomulag á síðustu stundu

Það þurfti fimm tilraunir en á síðustu stundu náðist loks samkomulag um hvernig kveðið skyldi á um völd Íraksstjórnar og samskipti hennar við fjölþjóðlega herliðið sem verður áfram í Írak eftir að hernámi þess lýkur formlega um næstu mánaðamót.

Kerry með 51 prósent

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, fengi 51 prósent atkvæða en George W. Bush Bandaríkjaforseti 44 prósent ef forsetakosningarnar í Bandaríkjunum færu fram nú og úrslit hennar yrðu í samræmi við skoðanakönnun Los Angeles Times.

Mannfall í sprengjutilræðum

Tvær bílsprengjur urðu fjórtán óbreyttum borgurum og einum bandarískum hermanni að bana í Írak í gærmorgun. Önnur sprengingin varð í borginni Mosul í norðurhluta landsins þegar bílalest með háttsettum embættismönnum ók hjá.

Dregur úr kjörsókn

Bretar og Hollendingar urðu fyrstir til að greiða atkvæði um hverjir sitja á þingi Evrópusambandsins næstu fimm árin þegar Evrópukosningar fóru fram í löndunum tveimur í gær. Fram á sunnudag ganga svo íbúar hinna 23 aðildarríkja Evrópusambandsins að kjörborðinu.

Sjá næstu 50 fréttir