Erlent

Dregur úr kjörsókn

Bretar og Hollendingar urðu fyrstir til að greiða atkvæði um hverjir sitja á þingi Evrópusambandsins næstu fimm árin þegar Evrópukosningar fóru fram í löndunum tveimur í gær. Fram á sunnudag ganga svo íbúar hinna 23 aðildarríkja Evrópusambandsins að kjörborðinu. Kjörsókn hefur farið minnkandi í hverjum kosningum frá því að þær voru fyrst haldnar árið 1979. Þá greiddu tæplega tveir af hverjum þremur kjósendum í þeim níu ríkjum sem þá voru aðilar að því sem nefndist Evrópubandalagið. Fyrir fimm árum fór kjörsóknin í fyrsta skipti undir 50 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×