Erlent

Mannfall í sprengjutilræðum

Tvær bílsprengjur urðu fjórtán óbreyttum borgurum og einum bandarískum hermanni að bana í Írak í gærmorgun. Önnur sprengingin varð í borginni Mosul í norðurhluta landsins þegar bílalest með háttsettum embættismönnum ók hjá. Einn af yfirmönnum lögreglunnar í Mosul særðist í sprengingunni en níu óbreyttir borgarar féllu. Hin sprengingin varð við varðstöð Bandaríkjahers skammt norður af Bagdad þegar ökumaður bifreiðar sem var troðin af sprengiefni ók á varðstöðina. Einn bandarískur hermaður féll í árásinni og fimm Írakar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×