Erlent

Fyrsti Lettinn fallinn

Sex hermenn féllu í Írak í gær skammt frá Bagdad þegar þeir freistuðu þess að gera jarðsprengjur óvirkar. Þrír hinna föllnu voru frá Slóvakíu, tveir Pólverjar og einn Letti. Mennirnir voru að störfum í skotfærageymslu þegar sprengingin varð. Þetta er fyrsti lettneski hermaðurinn sem fellur í Írak og í fyrsta sinn sem lettneskur hermaður fellur í stríðsátökum í bandalagi við aðrar þjóðir en Lettar gengu í NATO í síðasta mánuði. Alls eru 116 lettneskir hermann í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×