Erlent

Milljónir þurfa hjálp

Milljónir Norður-Kóreumanna líða skort og þarfnast læknishjálpar, sagði Alistair Henley, fulltrúi Rauða krossins í Peking, höfuðborg Kína. Hann hvatti alþjóðasamfélagið til að halda áfram neyðaraðstoð við Norður-Kóreu þrátt fyrir að ekki hafi náðst sátt um kjarnorkuvopnaáætlun þarlendra stjórnvalda. "Óháð því hvert pólitíska samhengið er þá er viðvarandi þörf landsins mjög, mjög mikil," sagði Henley, sem var nýsnúinn aftur úr fjögurra daga könnunarferð til Norður-Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×