Erlent

Brotthvarfi verði flýtt

Ísraelska ríkisstjórnin gæti byrjað að bjóða landtökumönnum á Gaza bætur fyrir að flytja þaðan þegar í næsta mánuði, þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki ákveðið endanlega að flytja landnema á brott. Samkvæmt tímaáætlun sem var birt á fimmtudag var ekki gert ráð fyrir að bótagreiðslur hæfust fyrr en í ágúst. Ísraelskir fjölmiðlar segja að bótagreiðslur til hverrar meðalstórrar fjölskyldu landtökumanna muni nema rúmum 20 milljónum króna, tekið verði tillit til fjölda fjölskyldumeðlima og hversu lengi fólkið hafi búið í landnemabyggð á Gaza.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×