Erlent

Réttlættu beitingu pyntinga

Greinargerð sem bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi Hvíta húsinu í ágúst 2002 gefur til kynna að stjórnvöld hafi verið reiðubúin að leggja blessun sína yfir að meintir hryðjuverkamenn yrðu pyntaðir. Greinargerðin var tekin saman eftir að CIA, bandaríska leyniþjónustan óskaði eftir lagalegum leiðbeiningum um hvaða aðferðum mætti beita við yfirheyrslur. Í greinargerðinni, sem bandaríska dagblaðið Washington Post komst yfir, segir að pyntingar meðlima al-Kaída sem er haldið erlendis kunni að vera réttlætanleg og að alþjóðalög sem banni pyntingar kunni að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðum ef þau beinast að yfirheyrslum fanga í stríðinu gegn hryðjuverkum. Höfundar greinargerðarinnar sögðu að með beitingu pyntinga til að komast yfir upplýsingar væru menn að reyna að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Því gæti nauðsynin og sjálfsvörnin réttlætt pyntingar og komið í veg fyrir lögsókn síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×