Erlent

Poppkorn í sjóinn

Norðmenn eru farnir að nota nýtt efni við æfingar gegn olíuleka í sjó. Efnið sem þeir telja hentugast til að líkja eftir olíuslikju, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið, er poppkorn. Poppið verður notað við æfingar undan vesturströnd Noregs í dag. Þar verður fimm rúmmetrum af poppi sturtað í sjóinn. Björgunarsveitir á bátum munu svo nota búnað sinn til að skófla poppinu upp úr sjónum. Aðgerðastjórinn, Kaare Jörgensen, segir kostinn við poppið þann að það hverfi. "Það sem verður eftir verður fæðuviðbót fyrir fugla og fiska," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×