Innlent

Kynningin heldur áfram

"Ég er svolítið hissa á þessum niðurstöðum," segir Baldur Ágústsson, sem mældist með fimm prósenta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. "Við höfum verið á ferðinni og mér hefur fundist undirtektir betri en þessar tölur gefa til kynna." "Þetta er byrjun sem er ekki alveg eins góð eins og ég hefði haft gaman af en kynningin heldur áfram," segir Baldur. "Við höfum verk að vinna." Að sögn Baldurs hefur hann verið á ferðinni víða um land og fundið sterkan meðbyr. "Fólk hefur tekið mér vel," segir Baldur. "Fólk vill fá ópólitískan forseta í embættið þannig að deilum ljúki og friður geti náðst."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×