Íslendingar taki Norðmenn til fyrirmyndar hvað varðar 17. júní Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 20:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir 17. júní vera einn besta dag ársins. Vísir/Dúi Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Hjá Reykvíkingum hófst dagurinn á hátíðarathöfn á Austurvelli þar sem forseti Íslands lagði blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar og flutti forsætisráðherra hátíðarræðu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir Íslendinga geta tekið Norðmenn til fyrirmyndar þegar kemur að þjóðhátíðardeginum. „Þrátt fyrir margra ára þjálfun í bjartsýni verður ekki litið fram hjá því að aldrei hafa jafn fáar sólskinsstundir mælst í maímánuði í Reykjavík og nú í ár. En mælingar vísindanna muni í engu hreyfa þeirri von að síðsumarið verði gjöfulla. Og ef það gengur ekki, þá verður haustið alveg örugglega gott,“ sagði Katrín. Veðrið ekki fyrir aumingja Fjallkonan flutti síðan ávarp en í ár var það leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fór með hlutverk hennar. Fjallaði ávarpið um landnámsmenn sem komu hingað til lands fyrstir manna og var það í spaugilegri kantinum. „Flóki minntist á kuldann. Herjólfur tók undir með honum en sagði þó að til að gæta sanngirni þyrfti að minnast á þessa yndislegu helgi í júlí. Þegar þeir böðuðu sig í ánni, lögðust í mosann og leyfðu sólinni að þurrka sig. Þórólfur sagði veðrið vera frábært en það hentaði vissulega ekki aumingjum,“ sagði Arndís meðal annars. Klippa: Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur Taka Norðmenn til fyrirmyndar Fjöldi ráðherra og þingmanna var saman kominn við athöfnina, þar á meðal háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún var klædd í sitt fínasta púss og segir 17. júní vera einn besta dag ársins. „Ég meina, það er hátíðisdagur og ég var að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli. Ég er svo heppin að eiga þennan búning frá ömmu minni heitinni og nöfnu minni, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur. Ef það er ekki í dag sem er tilefni til að klæða sig í hann þá veit ég eiginlega ekki hvenær,“ segir Áslaug. „Við megum alveg taka aðrar þjóðir, eins og Norðmenn, kannski til fyrirmyndar með þennan dag og gera aðeins meira úr honum. Halda hann hátíðlegan og vera stolt af okkur því við höfum svo margt að vera stolt af.“ Endurgera löngu horfna búninga Í Hafnarfirði var fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum með sýningu í Hafnarborg. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Hildi Rosenkjær sem hafa í áratugi rannsakað söguna á bak við þjóðbúninga okkar Íslendinga. Voru þau með fjölda búninga til sýnis sem þau hafa ýmist sjálf saumað eða eru frá 18. og 19. öld. „Við erum að bjóða upp á þjóðbúninganámskeið og þar eru nemendur að sauma búninga af öllum gerðum. Maður er ekki að leggja á sig margra mánaða og ára vinnu nema að ætla að skarta því einhvern tímann. Og ef ekki á 17. júní þá veit ég ekki hvenær, þetta er uppáhaldsdagur okkar þjóðbúningafólksins,“ segir Guðrún Hildur. Frá sýningu Annríkis í dag. Ásmundur er annar frá hægri og Guðrún Hildur þriðja frá hægri.Vísir/Dúi Hún er menntaður sagnfræðingur og hefur hún þurft að kafa djúpt til að finna heimildir um ýmsa af þeim búningum sem hún hefur endurgert. „Svo höfum við verið að endurgera búninga sem eru ekki til. Þá erum við að endurgera eftir gömlum fataplöggum og eins höfum við verið að endurgera eftir fjölbreyttum heimildum eins og skrifuðum textum, ferðalýsingum erlendra ferðamanna, teikningum. Við erum að vinna með 18. öldina og til okkar tíma. Raunverulega erum við að grúska og reyna að komast aftar og aftar,“ segir Guðrún Hildur. 17. júní Reykjavík Hafnarfjörður Tíska og hönnun Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Þrátt fyrir margra ára þjálfun í bjartsýni verður ekki litið fram hjá því að aldrei hafa jafn fáar sólskinsstundir mælst í maímánuði í Reykjavík og nú í ár. En mælingar vísindanna muni í engu hreyfa þeirri von að síðsumarið verði gjöfulla. Og ef það gengur ekki, þá verður haustið alveg örugglega gott,“ sagði Katrín. Veðrið ekki fyrir aumingja Fjallkonan flutti síðan ávarp en í ár var það leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir sem fór með hlutverk hennar. Fjallaði ávarpið um landnámsmenn sem komu hingað til lands fyrstir manna og var það í spaugilegri kantinum. „Flóki minntist á kuldann. Herjólfur tók undir með honum en sagði þó að til að gæta sanngirni þyrfti að minnast á þessa yndislegu helgi í júlí. Þegar þeir böðuðu sig í ánni, lögðust í mosann og leyfðu sólinni að þurrka sig. Þórólfur sagði veðrið vera frábært en það hentaði vissulega ekki aumingjum,“ sagði Arndís meðal annars. Klippa: Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur Taka Norðmenn til fyrirmyndar Fjöldi ráðherra og þingmanna var saman kominn við athöfnina, þar á meðal háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hún var klædd í sitt fínasta púss og segir 17. júní vera einn besta dag ársins. „Ég meina, það er hátíðisdagur og ég var að taka þátt í hátíðarhöldunum á Austurvelli. Ég er svo heppin að eiga þennan búning frá ömmu minni heitinni og nöfnu minni, Áslaugu Sigurbjörnsdóttur. Ef það er ekki í dag sem er tilefni til að klæða sig í hann þá veit ég eiginlega ekki hvenær,“ segir Áslaug. „Við megum alveg taka aðrar þjóðir, eins og Norðmenn, kannski til fyrirmyndar með þennan dag og gera aðeins meira úr honum. Halda hann hátíðlegan og vera stolt af okkur því við höfum svo margt að vera stolt af.“ Endurgera löngu horfna búninga Í Hafnarfirði var fyrirtækið Annríki sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum með sýningu í Hafnarborg. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Ásmundi Kristjánssyni og Guðrúnu Hildi Rosenkjær sem hafa í áratugi rannsakað söguna á bak við þjóðbúninga okkar Íslendinga. Voru þau með fjölda búninga til sýnis sem þau hafa ýmist sjálf saumað eða eru frá 18. og 19. öld. „Við erum að bjóða upp á þjóðbúninganámskeið og þar eru nemendur að sauma búninga af öllum gerðum. Maður er ekki að leggja á sig margra mánaða og ára vinnu nema að ætla að skarta því einhvern tímann. Og ef ekki á 17. júní þá veit ég ekki hvenær, þetta er uppáhaldsdagur okkar þjóðbúningafólksins,“ segir Guðrún Hildur. Frá sýningu Annríkis í dag. Ásmundur er annar frá hægri og Guðrún Hildur þriðja frá hægri.Vísir/Dúi Hún er menntaður sagnfræðingur og hefur hún þurft að kafa djúpt til að finna heimildir um ýmsa af þeim búningum sem hún hefur endurgert. „Svo höfum við verið að endurgera búninga sem eru ekki til. Þá erum við að endurgera eftir gömlum fataplöggum og eins höfum við verið að endurgera eftir fjölbreyttum heimildum eins og skrifuðum textum, ferðalýsingum erlendra ferðamanna, teikningum. Við erum að vinna með 18. öldina og til okkar tíma. Raunverulega erum við að grúska og reyna að komast aftar og aftar,“ segir Guðrún Hildur.
17. júní Reykjavík Hafnarfjörður Tíska og hönnun Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira