Lífið

Ákváðu að fara í allan pakkann

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Camilla og Valli byrjuðu að stinga saman nefjum í fyrra.
Camilla og Valli byrjuðu að stinga saman nefjum í fyrra. Instagram/CamillaRut

„Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi.

„Það var alltaf planið mitt að fara aftur í borg óttans,“ segir Camilla og hlær, en hún hefur búið síðastliðin ár á Reykjanesi.

Húsið sem þau eru að gera upp er gamalt parhús sem Valli átti þegar þau kynntust. „Við ákváðum að fara í allan pakkann og nostra við þetta,“ segir Camilla og heldur áfram.

„Það verða fjögur svefnherbergi, erum að gera hjónasvítu inn af bílskúrnum, bætum við litlu salerni og erum að láta teikna upp nýtt eldhús.“

Að sögn Camillu eru fjölskyldumeðlimir afar spennta fyrir nýjum tímum á nýjum stað. En Camilla á tvo drengi úr fyrra hjónabandi og Valli einn dreng.

Hverfið virðist tikka í flest box fjölskyldunnar þar sem stutt er í helstu þjónustu daglegs lífs. 

„Þú ert ekki að fara út á Nes nema að eiga leið þangað sem mér finnst kostur, svo legg  ég áherslu á að vera í barnvænu umhverfi, sundlaug, rækt og hafa þetta allt þokkalega nálægt,“ segir hún.

Camilla tilkynnti fréttirnar á dögunum á samfélagsmiðlum og skrifar: „Þetta byrjaði allt með, eigum við að búa okkur til heimili saman?“

Camilla birti myndir hugumyndum af framtíðareldhúsinu á samfélagsmiðlum.Vísir/Aðsend
Camilla Rut mun leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með framkvæmdunum á samfélagsmiðlum.Vísir/aðsend
Mikil vinna er fyrir höndum.Vísir/aðsend



Áttu fallegt tímabil til að kynnast

Camilla og Valli byrjuðu að hittast í fyrra sumar, en höfðu þekkst nokkuð lengi fyrir það. 

„Ef ég finn mér eitthvað sem mig líka vel við þá held ég mér bara við það,“ segir Camilla um Valla og hlær, og nefnir að það eigi einnig við um flíkur. 

Parið átti gott deit-tímabil eins og hún orðar það, þar sem þau náðu að kynnast vel og vera kærustupar eina vikuna, og foreldrar þá næstu. 

„Við erum bæði að upplifa dýrmæta tengingu,“ 

segir hún einlæg um sambandið.

„Við tókum það sem meðvitaða ákvörðun að vera í sitthvoru bæjarfélaginu og fara rólega í hlutina,“ segir Camilla. 


Tengdar fréttir

„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“

„Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×