Sport

Dag­skráin: Meistaradeildin og Njarð­vík fær Kefla­vík í heim­sókn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danielle Rodriguez og Njarðvíkurkonur fá nágranna sína úr Keflavík í heimsókn.
Danielle Rodriguez og Njarðvíkurkonur fá nágranna sína úr Keflavík í heimsókn. Vísir/Anton

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum.

Meistaradeild Evrópu heldur áfram og lið eins og Liverpool, Bayern München, Chelsea og Newcastle verða öll í eldlínunni í kvöld. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjunum samtímis og Meistaradeildarmörkin gera svo upp kvöldið.

Það verða tveir leikir sýndir beint í Bónus-deild kvenna í körfubolta en stórleikurinn er þegar Njarðvík fær nágranna sína úr Keflavík í heimsókn.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Tindastóls og Grindavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Sýn Sport

Klukkan 19.30 hefst Meistaradeildarmessan þar sem verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir mörkin í öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Sýn Sport 2

Klukkan 17.35 hefst bein útsending frá leik Galatasaray og Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Marseille og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 3

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Bayern München og Union SG í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 4

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Newcastle og PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 17.35 hefst bein útsending frá leik Qarabag og Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst bein útsending frá leik Chelsea og Pafos í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 00.00 hefst bein útsending frá leik Toronto Maple Leafs og Detroit Red Wings í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×