Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 06:31 Hafþór Júlíus Björnsson við hliðina á Truett Hanes sem á heimsmet eins og hann. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú staðfest að hann ætlar að keppa á svokölluðum „Steraleikum“, Enhanced Games, í Bandaríkjunum í maí. Hann getur unnið sér tugi milljóna á leikunum. Hafþór ætlar að reyna að bæta heimsmetið sitt á leikunum og það gæti skilað honum 250 þúsund Bandaríkjadölum í vasann eða tæpum 32 milljónum króna. Hafþór staðfesti þátttöku sína með myndbandi á miðlum leikanna. „Þetta er orðið opinbert: Fjallið kemur á Enhanced Games til að bæta eigið heimsmet í réttstöðulyftu. Vertu vitni að sögulegum viðburði í Las Vegas þann 24. maí 2026,“ sagði á síðunni. Þar kemur líka fram að Hafþór hafi nú þegar slegið 129 heimsmet á ferlinum en þar af setti hann tvö heimsmet í réttstöðulyftunni á síðasta ári. View this post on Instagram A post shared by Enhanced Games (@enhanced_games) Hafþór lyfti fyrst 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi í júlí 2025 og svo aftur 510 kílóum á heimsbikarmóti í Birmingham í september 2025. Mætir til þess að bæa heimsmetið „Ég ætla að mæta á Enhanced Games af einni ástæðu eða til að bæta heimsmetið í réttstöðulyftu aftur. Beint frá Las Vegas 24. maí. Ég ætla að skrifa söguna aftur og láta gólfið hristast,“ sagði Hafþór Júlíus á samfélagssíðum leikanna. Enhanced Games er íþróttaviðburður í Bandaríkjunum þar sem keppt er í mörgum ólíkum greinum en leikarnir voru stofnaðir af ástralska kaupsýslumanninum Aron D'Souza. Þetta hafa verið kallaðir Steraleikarnir þar sem íþróttafólkið fær þar leyfi til að nota frammistöðubætandi efni án þess að þurfa að gangast undir lyfjapróf. Neikvæð viðbrögð frá íþróttaheiminum Að sögn D'Souza stofnaði hann leikana vegna þess að hann telur að íþróttafólk eigi rétt á að gera það sem það vill við eigin líkama og að Alþjóðaólympíunefndin sé spillt fyrir að notfæra sér það. Nokkrir fyrrverandi ólympíusundmenn hyggjast taka þátt á leikunum og nú eru íþróttamenn úr öðrum greinum að bætast í hópinn. Viðbrögð hafa almennt verið neikvæð frá íþróttaheiminum, vísindasamfélaginu og fjölmiðlum og hafa álitsgjafar bent á öryggisáhættuna sem fylgir því að hvetja til notkunar frammistöðubætandi lyfja. Kraftlyftingar Steraleikarnir Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Hafþór ætlar að reyna að bæta heimsmetið sitt á leikunum og það gæti skilað honum 250 þúsund Bandaríkjadölum í vasann eða tæpum 32 milljónum króna. Hafþór staðfesti þátttöku sína með myndbandi á miðlum leikanna. „Þetta er orðið opinbert: Fjallið kemur á Enhanced Games til að bæta eigið heimsmet í réttstöðulyftu. Vertu vitni að sögulegum viðburði í Las Vegas þann 24. maí 2026,“ sagði á síðunni. Þar kemur líka fram að Hafþór hafi nú þegar slegið 129 heimsmet á ferlinum en þar af setti hann tvö heimsmet í réttstöðulyftunni á síðasta ári. View this post on Instagram A post shared by Enhanced Games (@enhanced_games) Hafþór lyfti fyrst 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi í júlí 2025 og svo aftur 510 kílóum á heimsbikarmóti í Birmingham í september 2025. Mætir til þess að bæa heimsmetið „Ég ætla að mæta á Enhanced Games af einni ástæðu eða til að bæta heimsmetið í réttstöðulyftu aftur. Beint frá Las Vegas 24. maí. Ég ætla að skrifa söguna aftur og láta gólfið hristast,“ sagði Hafþór Júlíus á samfélagssíðum leikanna. Enhanced Games er íþróttaviðburður í Bandaríkjunum þar sem keppt er í mörgum ólíkum greinum en leikarnir voru stofnaðir af ástralska kaupsýslumanninum Aron D'Souza. Þetta hafa verið kallaðir Steraleikarnir þar sem íþróttafólkið fær þar leyfi til að nota frammistöðubætandi efni án þess að þurfa að gangast undir lyfjapróf. Neikvæð viðbrögð frá íþróttaheiminum Að sögn D'Souza stofnaði hann leikana vegna þess að hann telur að íþróttafólk eigi rétt á að gera það sem það vill við eigin líkama og að Alþjóðaólympíunefndin sé spillt fyrir að notfæra sér það. Nokkrir fyrrverandi ólympíusundmenn hyggjast taka þátt á leikunum og nú eru íþróttamenn úr öðrum greinum að bætast í hópinn. Viðbrögð hafa almennt verið neikvæð frá íþróttaheiminum, vísindasamfélaginu og fjölmiðlum og hafa álitsgjafar bent á öryggisáhættuna sem fylgir því að hvetja til notkunar frammistöðubætandi lyfja.
Kraftlyftingar Steraleikarnir Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti