Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2026 07:31 Aaron Rodgers sendi Pittsburgh Steelers áfram í nótt í hádramatískum leik. Getty/Michael Owens Deildarkeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum hefði varla getað lokið með meiri dramatík en í nótt þegar úrslitin réðust á síðustu sekúndu lokaleiksins. Sentímetrar skildu á milli feigs og ófeigs. Hinn 42 ára gamli Aaron Rodgers tryggði Pittsburgh Steelers sigur í AFC norðurdeildinni með sendingu sinni á Calvin Austin III þegar innan við mínúta var eftir af leiknum við Baltimore Ravens í nótt. Eða svo virtist alla vega vera því innan við mínúta var eftir. Aaron Rodgers made that difference for the Steelers this season. He was better than Wilson. He was better than Pickett and Rudolph. Suck it to everyone that doubted Rodgers. The bad man is back. The Texans are toast and CJ Stroud is trash pic.twitter.com/Y5o9L9p0nl— VintageAaronRodgers (@VentageArod) January 5, 2026 Ravens fengu hins vegar tækifæri til að tryggja sér sigur með vallarmarki af 44 jarda færi, á síðustu sekúndu. Tyler Loop tók spyrnuna en setti boltann rétt framhjá. Frammistaða Lamar Jackson, sem skilað hafði þessu tækifæri og áður þremur snertimörkum í leiknum, varð því að engu fyrir Ravens sem töpuðu 26-24 og hafa lokið leik á þessu tímabili. THE RAVENS KICK IS NO GOOD AND THE STEELERS ARE PLAYOFF-BOUND. pic.twitter.com/cIVq2TPKwp— NFL (@NFL) January 5, 2026 Þar með er ljóst hvernig dagskráin verður um næstu helgi þegar úrslitakeppnin hefst. Denver Broncos og Seattle Seahawks eru einu liðin sem tryggðu sig beint inn í 8-liða úrslitin og fá nú að bíða til 17.-18. janúar en í fyrstu umferð mætast: Laugardagur 10. janúar: Carolina Panthers – LA Rams Chicago Bears – Green Bay Packers Sunnudagur 11. janúar: Jacksonville Jaguars – Buffalo Bills Philadelphia Eagles – San Francisco 49ers New England Patriots – LA Chargers Mánudagur 12. janúar: Pittsburgh Steelers – Houston Texans Af úrslitunum í lokaumferðinni í gær má nefna að Carolina Panthers fengu efsta sætið í NFC suðurdeildinni, þar sem mikil spenna ríkti, eftir að Atlanta Falcons unnu 19-17 sigur gegn New Orleans Saints í gær. Þetta var fjórði sigur Falcons í röð og hann gerði að verkum að Panthers, Falcons og Tampa Bay Buccaneers enduðu öll með sama sigurhlutfall (8 sigra, 9 töp) en Panthers voru með bestu innbyrðis niðurstöðuna. Þá eru Jacksonville Jaguars áfram sjóðheitir og unnu stórsigur á Tennessee Titans, 41-7. Þeir unnuátta síðustu leiki sína og enduðu með þrettán sigra en fjögur töp á toppi AFC suðurdeildarinnar. Þeir enduðu aðeins einum sigri á eftir Broncos og New England Patriots, og mæta eins og fyrr segir San Francisco 49ers sem enduðu í 6. sæti NFC-deildarinnar. NFL Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira
Hinn 42 ára gamli Aaron Rodgers tryggði Pittsburgh Steelers sigur í AFC norðurdeildinni með sendingu sinni á Calvin Austin III þegar innan við mínúta var eftir af leiknum við Baltimore Ravens í nótt. Eða svo virtist alla vega vera því innan við mínúta var eftir. Aaron Rodgers made that difference for the Steelers this season. He was better than Wilson. He was better than Pickett and Rudolph. Suck it to everyone that doubted Rodgers. The bad man is back. The Texans are toast and CJ Stroud is trash pic.twitter.com/Y5o9L9p0nl— VintageAaronRodgers (@VentageArod) January 5, 2026 Ravens fengu hins vegar tækifæri til að tryggja sér sigur með vallarmarki af 44 jarda færi, á síðustu sekúndu. Tyler Loop tók spyrnuna en setti boltann rétt framhjá. Frammistaða Lamar Jackson, sem skilað hafði þessu tækifæri og áður þremur snertimörkum í leiknum, varð því að engu fyrir Ravens sem töpuðu 26-24 og hafa lokið leik á þessu tímabili. THE RAVENS KICK IS NO GOOD AND THE STEELERS ARE PLAYOFF-BOUND. pic.twitter.com/cIVq2TPKwp— NFL (@NFL) January 5, 2026 Þar með er ljóst hvernig dagskráin verður um næstu helgi þegar úrslitakeppnin hefst. Denver Broncos og Seattle Seahawks eru einu liðin sem tryggðu sig beint inn í 8-liða úrslitin og fá nú að bíða til 17.-18. janúar en í fyrstu umferð mætast: Laugardagur 10. janúar: Carolina Panthers – LA Rams Chicago Bears – Green Bay Packers Sunnudagur 11. janúar: Jacksonville Jaguars – Buffalo Bills Philadelphia Eagles – San Francisco 49ers New England Patriots – LA Chargers Mánudagur 12. janúar: Pittsburgh Steelers – Houston Texans Af úrslitunum í lokaumferðinni í gær má nefna að Carolina Panthers fengu efsta sætið í NFC suðurdeildinni, þar sem mikil spenna ríkti, eftir að Atlanta Falcons unnu 19-17 sigur gegn New Orleans Saints í gær. Þetta var fjórði sigur Falcons í röð og hann gerði að verkum að Panthers, Falcons og Tampa Bay Buccaneers enduðu öll með sama sigurhlutfall (8 sigra, 9 töp) en Panthers voru með bestu innbyrðis niðurstöðuna. Þá eru Jacksonville Jaguars áfram sjóðheitir og unnu stórsigur á Tennessee Titans, 41-7. Þeir unnuátta síðustu leiki sína og enduðu með þrettán sigra en fjögur töp á toppi AFC suðurdeildarinnar. Þeir enduðu aðeins einum sigri á eftir Broncos og New England Patriots, og mæta eins og fyrr segir San Francisco 49ers sem enduðu í 6. sæti NFC-deildarinnar.
NFL Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Dagskráin í dag: Veisluborð í Doc Zone Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira