Menning

Sigurður Sæ­var fyllti Landsbankahúsið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Húsfyllir var í Landsbankahúsinu í gær þegar Sigurður Sævar Magnússon opnaði einkasýningu sína.
Húsfyllir var í Landsbankahúsinu í gær þegar Sigurður Sævar Magnússon opnaði einkasýningu sína.

Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins.

Sigurður Sævar flutti fyrr á árinu til Haag í Hollandi þar sem hann starfar sem listamaður. Hann lauk námi úr konunglegu hollensku listaakademínunni í Haag sumarið 2023.

Nú um þessar mundir stendur yfir einkasýning á verkum hans í Hollandi. Sýningin í Landsbankahúsinu er opin alla daga frá klukkan 15-18 og er síðasti sýningardagur á Þorláksmessu 23. desember.

Margt var um manninn í gær og fjöldi nafntogaðra meðal gesta. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnuninni.

Listamaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson ásamt kærustu sinni Guðbjörgu Ægisdóttur.Bent Marinósson

Róbert Róbertsson, Hallgrímur Jónasson, Þorri Hrafn Róbertsson og Einar Bárðarson. Bent Marinósson

Mæðgurnar Hafdís Jónsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir með Pöttru S.Bent Marinósson

Hrönn Þorgrímsdóttir,María Ben Erlingsdóttir, Dísa Edwards, Bryndís Guðmundsdóttir, Margrét Kara Sturludóttir og Anna María Ævarsdóttir.Bent Marinósson

Ari Guðjónsson og Bogi Nils Bogason.Bent Marinósson

Helga Ólafsdóttir, Soffía Arngrímsdóttir og Íris Einarsdóttir.Bent Marinósson

Thelma Dögg Pedersen og Snorri Björn Sturluson.Bent Marinósson

Seltirningurinn Árni Helgason kampakátur með listamanninum.Bent Marinósson

Hildur Þórarinsdóttir, Guðmundur Viðar Harðarson og Hörður Ægisson. Í bakgrunni glittir í Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu.Bent Marinósson

Margrét Elíasdóttir og Hermann Hauksson.

Kristján Óskarsson og Anna Guðmundsdóttir.Bent Marinósson

Mikill Vestfjarðarelíta: Gunnar Torfason útgerðarmaður, Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Fish (aðeins fyrir aftan), Hermann Snorrason, Ragnar Torfi Jónasson, Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur, Tryggvi Ingason sálfræðingur og Jóhannes Bjarni Guðmundsson hlaðvarpsstjórnandiBent Marinósson

Tengdar fréttir

Boðar endur­fæðingu og nýjan ó­hefð­bundinn tón

Sigurður Sæ­var Magnús­son er 26 ára en hefur starfað sem mynd­listar­maður í sex­tán ár. Hann út­skrifaðist í júní frá Konung­legu lista­akademíunni í Haag og var hluti af úr­vals­sýningu út­skriftar­nema frá hollenskum lista­há­skólum. Sigurður boðar enda­lok á sinni vin­sælustu seríu og nýjan ó­venju­legan tón.

KÚNST: „Við erum alltaf í stöðugri glímu“

Íslenska glíman heillaði listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson sem ákvað að mála gífurlega stórt verk í fjórum hlutum af glímuköppum. Verkið var hluti af sýningu úti í Hollandi þar sem Sigurður Sævar leggur stund á myndlistarnám við Konunglegu akademíuna í Den Haag. Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

KÚNST: Á­kvað að verða mynd­listar­maður þegar hann var tíu ára

Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.