Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2025 07:57 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur tjáð sig um sæðisgjafamálið sem greint var frá í gær og segist meðal annars velta því fyrir sér hvort börnin hennar eigi tugi systkina á Íslandi sem geta ekki rakið uppruna sinn. Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís. Frjósemi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís.
Frjósemi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira