Fótbolti

Emilía skoraði en brekkan var of brött

Sindri Sverrisson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var á skotskónum fyrir Leipzig í dag.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var á skotskónum fyrir Leipzig í dag. Getty/Vera Loitzsch

Landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var á skotskónum fyrir Leipzig í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Leipzig tapaði hins vegar, 3-2, gegn Leverkusen á útivelli, eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrstu sautján mínútunum. 

Marlene Müller minnkaði muninn á 56. mínútu og Emilía hleypti enn frekari spennu í leikinn með marki sínu fjórum mínútum síðar, en fleiri mörk voru ekki skoruð.

Leipzig er núna með 13 stig í 9. sæti, eftir 12 leiki, en Leverkusen er með 22 stig í 4. sæti, þó enn níu stigum á eftir toppliði Bayern með Glódísi Perlu Viggósdóttur innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×