Fótbolti

Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fót­bolta 2026?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Argentínumenn eru ríkjandi heimsmeistarar.
Lionel Messi og Argentínumenn eru ríkjandi heimsmeistarar. Getty/Hernan Cortez

Heimsmeistaramót karla í fótbolta er á dagskránni næsta sumar en í kvöld kemur í ljós hvaða lið verða saman í riðli á mótinu sem hefst 11. júní 2026 og lýkur með úrslitaleik 19. júlí.

Drátturinn fer fram í Kennedy Center í Washington, D.C. í Bandaríkjunum og Vísir mun fylgjast með honum í beinni.

Hingað til eru 42 af 48 þátttökuþjóðum þekktar en sætin sex sem verða skipuð liðum sem komast áfram í gegnum umspil UEFA og umspil á milli álfusambanda. Hvaða lið þau verða kemur ekki í ljós fyrr en í mars, þegar lokakeppni þessara keppna fer fram.

Styrkleikaflokkur fjögur mun innihalda auð sæti fyrir þessi fjögur lið úr umspili UEFA og tvö lið úr umspili á milli álfusambanda, eins og verið hefur á fyrri heimsmeistaramótum.

Þeim 48 liðum eða auðu sætum verður skipt í fjóra styrkleikaflokka með tólf liðum hver, samkvæmt heimslista FIFA sem birtur verður 19. nóvember. Hver riðill á HM mun samanstanda af einu liði úr hverjum styrkleikaflokki.

Gestgjafarnir – Bandaríkin, Kanada og Mexíkó – verða settir í styrkleikaflokk eitt, eins og alltaf, og hefur þegar verið úthlutað í ákveðna riðla. Níu efstu þjóðirnar bætast við gestgjafana þrjá í styrkleikaflokki eitt, næstu tólf í styrkleikaflokki tvö, og svo framvegis. Lið í sama styrkleikaflokki geta auðvitað ekki mæst í riðlakeppninni.

Hér fyrir neðan verður fylgst með drættinum og í hvaða riðla þjóðirnar enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×