Sport

Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Travis Kelce og Taylor Swift eru ástfangin upp fyrir haus.
Travis Kelce og Taylor Swift eru ástfangin upp fyrir haus. Getty/Ezra Shaw

Kærasti Taylor Swift hefur beðið stjórn ameríska fótboltaliðsins Kansas City Chiefs um að nota ekki tónlist poppdrottningarinnar á leikdögum.

Swift hefur verið í sambandi með Travis Kelce, stjörnuinnherja Chiefs, í nokkur ár. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að þau hefðu trúlofast og brúðkaup er planað í sumar.

Nú hefur Mark Donovan, einn af yfirmönnum Chiefs, upplýst að Kelce hafi beðið félagið um að spila ekki tónlist Swift. Donovan lét þessi orð falla í nýlegum þætti af „Up & Adams“.

„Við höfum aldrei spilað lag með Taylor Swift á leikvanginum þegar hún er viðstödd,“ sagði yfirmaðurinn hjá Chiefs.

„Fyrir Travis snýst allt um liðið, leikmennina og að vera hluti af liðinu en ekki aðskilinn frá þeim. Hann hefur sagt: „Þetta skapar aðskilnað, því þegar við spilum leik, þegar við erum á leikvanginum, á það að snúast um okkur. Ég vil að það snúist um okkur,“ heldur Donovan áfram.

Hann leggur einnig áherslu á að sýna tónlistargyðjunni Swift þá virðingu sem hann telur að hún eigi skilið.

„Við sýnum aldrei myndir af Taylor á stórskjánum á leikvanginum okkar, aldrei. Það er af virðingu. Við nýtum okkur ekki samband þeirra,“ segir Donovan.

Taylor Swift hefur um árabil verið eitt stærsta nafnið í tónlistarheiminum. Fyrr á þessu ári gaf hún út nýja plötu sem hlaut lof gagnrýnenda.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×