Hafi engin afskipti haft af málinu Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. desember 2025 18:57 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist ekki leggja til sameiningu einungis sameiningar vegna. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. Greint var frá því í gær að ákveðið hefði verið að starf Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla yrði auglýst laust til umsóknar. Samkvæmt ráðuneyti menntamála var það vegna breytinga í framhaldsskólakerfinu sem Ársæll og lögmaður hans telja ekki trúlega skýringu. Engin samskipti ráðherranna á milli málsins vegna Ársæll segist telja að málið megi rekja til skómálsins svokallaða og að Inga Sæland félagsmálaráðherra hafi beitt sér í því að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Ég hef aldrei komið að því [máli Ársæls] á neinum tímapunkti. Ég baðst afsökunar fyrir ellefu mánuðum síðan á því að ég var með frumhlaup og hringdi í skólameistarann. Ég hélt að við hefðum í raun sammælst um það,“ sagði Inga í kvöld. Inga sagðist jafnframt ekki hafa verið í neinum samskiptum við Guðmund Inga Kristinsson barna- og menntamálaráðherra varðandi stöðuna, ekki frekar en aðra ráðherra. Lögmaður Ársæls sendi Guðmundi bréf í dag þar sem hann óskaði eftir öllum samskiptum ráðherra á milli varðandi málið, sem og ítarlegri skýringu á ákvörðun ráðherra. Blaðamenn búi til „alls konar farsa“ Berðu einhvern kala til Ársæls? „Nei, alls ekki. Ég skil hann. Hann á bara kærleikskveðjur frá mér. Ég ber engan kala til hans,“ sagði Inga. Skilurðu hvers vegna þetta gæti litið illa út? „Já, þið eruð snillingar blaðamennirnir. Þið getið búið til alls konar farsa. En það eru engin fórnarlömb í þessum hildarleik sem átti sér stað á sínum tíma. Ég er ekki fórnarlamb og skólameistarinn er ekki fórnarlamb heldur er það drengurinn sem hætti í skólanum. Hann er eina fórnarlambið sem varð úr þessu írafári fyrir tæpum ellefu mánuðum síðan. En eins og ég segi baðst ég afsökunar, sagðist hafa verið í frumhlaupi. Ég var meiri amma þá en nýorðinn ráðherra. Ég veit betur og hef lært mína lexíu,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Greint var frá því í gær að ákveðið hefði verið að starf Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla yrði auglýst laust til umsóknar. Samkvæmt ráðuneyti menntamála var það vegna breytinga í framhaldsskólakerfinu sem Ársæll og lögmaður hans telja ekki trúlega skýringu. Engin samskipti ráðherranna á milli málsins vegna Ársæll segist telja að málið megi rekja til skómálsins svokallaða og að Inga Sæland félagsmálaráðherra hafi beitt sér í því að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Ég hef aldrei komið að því [máli Ársæls] á neinum tímapunkti. Ég baðst afsökunar fyrir ellefu mánuðum síðan á því að ég var með frumhlaup og hringdi í skólameistarann. Ég hélt að við hefðum í raun sammælst um það,“ sagði Inga í kvöld. Inga sagðist jafnframt ekki hafa verið í neinum samskiptum við Guðmund Inga Kristinsson barna- og menntamálaráðherra varðandi stöðuna, ekki frekar en aðra ráðherra. Lögmaður Ársæls sendi Guðmundi bréf í dag þar sem hann óskaði eftir öllum samskiptum ráðherra á milli varðandi málið, sem og ítarlegri skýringu á ákvörðun ráðherra. Blaðamenn búi til „alls konar farsa“ Berðu einhvern kala til Ársæls? „Nei, alls ekki. Ég skil hann. Hann á bara kærleikskveðjur frá mér. Ég ber engan kala til hans,“ sagði Inga. Skilurðu hvers vegna þetta gæti litið illa út? „Já, þið eruð snillingar blaðamennirnir. Þið getið búið til alls konar farsa. En það eru engin fórnarlömb í þessum hildarleik sem átti sér stað á sínum tíma. Ég er ekki fórnarlamb og skólameistarinn er ekki fórnarlamb heldur er það drengurinn sem hætti í skólanum. Hann er eina fórnarlambið sem varð úr þessu írafári fyrir tæpum ellefu mánuðum síðan. En eins og ég segi baðst ég afsökunar, sagðist hafa verið í frumhlaupi. Ég var meiri amma þá en nýorðinn ráðherra. Ég veit betur og hef lært mína lexíu,“ sagði Inga Sæland félagsmálaráðherra.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“