Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 22:30 Tennisstjarnan Coco Gauff er tekjuhæsta íþróttakona heims þriðja árið í röð. EPA/JUSTIN LANE Peningar eru loksins farnir að streyma inn í kvennaíþróttir og njóta sérstaklega íþróttakonur í körfubolta, íshokkí, fótbolta, hafnabolta og blaki góðs af því. Tennisíþróttin er hins vegar áberandi á topplistanum eins og verið hefur í áratugi. Þær fimmtán tekjuefstu þénuðu áætlaðar 249 milljónir dala á þessu ári og lágmarkið til að komast inn á topp fimmtán listann hækkaði úr 6,7 milljónum dala árið 2024 í 10,1 milljón dala. 249 milljónir dala eru næstum því 32 milljarðar íslenskra króna og þú þurftir að hafa 1,2 milljarða í tekjur til að ná inn á fimmtán manna topplista sem Sportico tók saman. Á meðal fimmtán tekjuhæstu íþróttakvenna ársins 2025 eru tíu tennisleikarar, sem er einum fleiri en í fyrra, auk tveggja kylfinga og einnar íþróttakonu úr körfubolta (Caitlin Clark), fimleikum (Simone Biles) og skíðaíþróttum (Eileen Gu). Tennisstjarnan Coco Gauff er í efsta sæti þriðja árið í röð með 31 milljón dala, rétt á undan keppinaut sínum Aryna Sabalenka (30 milljónir dala). Sabalenka er fjórða konan í íþróttaheiminum til að þéna meira en 30 milljónir dala á einu ári, á eftir Naomi Osaka, Serenu Williams og Gauff. Tennis er enn eina stóra atvinnuíþróttin þar sem laun kvenna eru nálægt því að vera jöfn launum karla. Verðlaunafé á WTA-mótaröðinni er lægra en á ATP-mótaröðinni, en peningarnir eru þeir sömu á risamótunum og Masters 1000-mótunum. Hvað styrktaraðila varðar þénuðu sex konur að minnsta kosti 10 milljónir dala utan vallar, samanborið við fjóra virka karlmenn sem þénuðu 10 milljónir dala eða meira. Gauff þénaði áætlaðar 23 milljónir dala utan vallar til viðbótar við 8 milljónir dala í verðlaunafé. Það má lesa meira um þessa samantekt hér. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Tennis Fótbolti Körfubolti Fimleikar Skíðaíþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira
Þær fimmtán tekjuefstu þénuðu áætlaðar 249 milljónir dala á þessu ári og lágmarkið til að komast inn á topp fimmtán listann hækkaði úr 6,7 milljónum dala árið 2024 í 10,1 milljón dala. 249 milljónir dala eru næstum því 32 milljarðar íslenskra króna og þú þurftir að hafa 1,2 milljarða í tekjur til að ná inn á fimmtán manna topplista sem Sportico tók saman. Á meðal fimmtán tekjuhæstu íþróttakvenna ársins 2025 eru tíu tennisleikarar, sem er einum fleiri en í fyrra, auk tveggja kylfinga og einnar íþróttakonu úr körfubolta (Caitlin Clark), fimleikum (Simone Biles) og skíðaíþróttum (Eileen Gu). Tennisstjarnan Coco Gauff er í efsta sæti þriðja árið í röð með 31 milljón dala, rétt á undan keppinaut sínum Aryna Sabalenka (30 milljónir dala). Sabalenka er fjórða konan í íþróttaheiminum til að þéna meira en 30 milljónir dala á einu ári, á eftir Naomi Osaka, Serenu Williams og Gauff. Tennis er enn eina stóra atvinnuíþróttin þar sem laun kvenna eru nálægt því að vera jöfn launum karla. Verðlaunafé á WTA-mótaröðinni er lægra en á ATP-mótaröðinni, en peningarnir eru þeir sömu á risamótunum og Masters 1000-mótunum. Hvað styrktaraðila varðar þénuðu sex konur að minnsta kosti 10 milljónir dala utan vallar, samanborið við fjóra virka karlmenn sem þénuðu 10 milljónir dala eða meira. Gauff þénaði áætlaðar 23 milljónir dala utan vallar til viðbótar við 8 milljónir dala í verðlaunafé. Það má lesa meira um þessa samantekt hér. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Tennis Fótbolti Körfubolti Fimleikar Skíðaíþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Sjá meira