Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 15:03 Pink Iceland teymið stóð fyrir teiti á dögunum og rifjaði upp ýmis augnablik úr starfinu. Kristín María Stemningin á Skólavörðustíg var gríðarlega góð þegar bleika ferðaskrifstofan Pink Iceland bauð í uppskeruhátíð og opnunarteiti nú á dögunum. Margt var um manninn og fjölmargir skáluðu fyrir skemmtilegum augnablikum. Skrifstofan var að opna nýjar höfuðstöðvar við Skólavörðustíg 16 en Pink Iceland sérhæfir sig í að skipuleggja brúðkaup á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn ásamt því að skipuleggja viðburði erlendis fyrir íslenska hópa og brúðkaup. View this post on Instagram A post shared by PINK ICELAND (@pinkiceland) Mikil ábyrgð Má þar nefna áfangastaði á borð við Ítalíu og Spán fyrir Íslendinga sem vilja fagna ástinni á nýjum stað. „Í starfinu síðustu fjórtán ár hefur Pink teymið verið svo heppið að vinna með frábæru fólki. Saman hefur þessi hópur skapað endalausar minningar, komist í gegnum hin ýmsu þrekvirki og upplifað það að vera hluti af mikilvægum augnablikum í lífi fólks,“ segir Birna Hrönn eigandi og bætir við: „Að skipuleggja og halda brúðkaup fyrir fólk sem er stundum búið að ferðast yfir hálfan heiminn til að segja já á Íslandi er mikil ábyrgð. Það er mikil tilfinningaspenna í loftinu og þá er það ómetanlegt að geta treyst á fólk líkt og þessa samstarfsaðila og vita það að allir eru í sama liðinu og allir leggjast á eitt til að gera daginn eftirminnilegan og dásamlegan.“ Dauð kind og brotnar tennur Á uppskeruhátíðinni voru rifjuð upp ófá augnablik sem hópurinn hafði tekist á við saman. „Til dæmis þegar vaða þurfti út í á og veiða upp úr henni dána ær. Leiðsögumaðurinn sem var með hópnum sem var bara rétt ókominn á athafnarstað þurfti að fara aðeins af leið til að tefja fyrir svo brúðhjónin kæmu ekki að skipuleggjendum, presti og fiðluleikara að bera kindina sín á milli í hvarf. Það hefði ekki verið hugguleg byrjun á brúðkaupsdeginum þeirra. Svo var það þegar brúðurin dettur á leiðinni út í bíl til að keyra í kirkjuna og brú með fjórum framtönnum losnar. Auðvitað þekkti einhver í teyminu tannlækni á Suðurlandi sem gat brunað á stofuna sína á sunnudagsmorgni og á meðan gestirnir biðu voru haldnir litlir tónleikar fyrir þau sem þau héldu að væri íslensk hefð og voru gasalega ánægð með,“ segir Birna og hlær. Hér má sjá vel valdar myndir frá fjörinu: Elísa, Inga Rúna og Andri hjá Icelandia ásamt Rannveigu eiganda Eldingar hvalaskoðun og Ástu Kristínu hjá Íslenska ferðaklasanum.Kristín María Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra og kona hennar Ragnhildur Sverris ásamt Evu Maríu og Birnu Hrönn eiganda Pink Iceland.Kristín María Huggulegheit við eldinn.Kristín María Bjarni Snæbjörnsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt var í stuði.Kristín María Glóey brúðkaupsskipuleggjandi hjá Pink Iceland ásamt Degi Fannari presti.Kristín María Inga Auðbjörg hjá Siðmennt óskar Evu Maríu eiganda Pink Iceland til hamingju með nýja skrifstofuhúsnæðið.Kristín María Ásta Kristín hjá Íslenska Ferðaklasanum og Birna Hrönn eigandi Pink Iceland í stuði.Kristín María Rakel Tómasdóttir hönnuður og listakona.Kristín María Ivan Svanur hjá Reykjavík Cocktails & Ásthildur förðunarfræðingur.Kristín María Alba hjá Himbrima ásamt Thelmu og Maríu hjá Blómahönnun.Kristín María Haukur Hallson hjá Pink Iceland ásamt ljósmyndurunum Styrmi og Heiðdísi.Kristín María Hannes Sasi eigandi Pink Iceland.Kristín María Margrét Magnúsdóttir förðunarfræðingur.Kristín María Valdimar hjá Pink Iceland ásamt eiginmanni sínum Laimonas ljósmyndara hjá Sunday and White Studio og Olya ljósmyndara. Kristín María Hildur Björk og Heiðrún Helga, prestar sem gifta fyrir Pink Iceland.Kristín María Þorleifur Þór viðskiptastjóri Íslandsstofu ásamt Rannveigu hjá Eldingu hvalaskoðun.Kristín María Samkvæmislífið Brúðkaup Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira
Skrifstofan var að opna nýjar höfuðstöðvar við Skólavörðustíg 16 en Pink Iceland sérhæfir sig í að skipuleggja brúðkaup á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn ásamt því að skipuleggja viðburði erlendis fyrir íslenska hópa og brúðkaup. View this post on Instagram A post shared by PINK ICELAND (@pinkiceland) Mikil ábyrgð Má þar nefna áfangastaði á borð við Ítalíu og Spán fyrir Íslendinga sem vilja fagna ástinni á nýjum stað. „Í starfinu síðustu fjórtán ár hefur Pink teymið verið svo heppið að vinna með frábæru fólki. Saman hefur þessi hópur skapað endalausar minningar, komist í gegnum hin ýmsu þrekvirki og upplifað það að vera hluti af mikilvægum augnablikum í lífi fólks,“ segir Birna Hrönn eigandi og bætir við: „Að skipuleggja og halda brúðkaup fyrir fólk sem er stundum búið að ferðast yfir hálfan heiminn til að segja já á Íslandi er mikil ábyrgð. Það er mikil tilfinningaspenna í loftinu og þá er það ómetanlegt að geta treyst á fólk líkt og þessa samstarfsaðila og vita það að allir eru í sama liðinu og allir leggjast á eitt til að gera daginn eftirminnilegan og dásamlegan.“ Dauð kind og brotnar tennur Á uppskeruhátíðinni voru rifjuð upp ófá augnablik sem hópurinn hafði tekist á við saman. „Til dæmis þegar vaða þurfti út í á og veiða upp úr henni dána ær. Leiðsögumaðurinn sem var með hópnum sem var bara rétt ókominn á athafnarstað þurfti að fara aðeins af leið til að tefja fyrir svo brúðhjónin kæmu ekki að skipuleggjendum, presti og fiðluleikara að bera kindina sín á milli í hvarf. Það hefði ekki verið hugguleg byrjun á brúðkaupsdeginum þeirra. Svo var það þegar brúðurin dettur á leiðinni út í bíl til að keyra í kirkjuna og brú með fjórum framtönnum losnar. Auðvitað þekkti einhver í teyminu tannlækni á Suðurlandi sem gat brunað á stofuna sína á sunnudagsmorgni og á meðan gestirnir biðu voru haldnir litlir tónleikar fyrir þau sem þau héldu að væri íslensk hefð og voru gasalega ánægð með,“ segir Birna og hlær. Hér má sjá vel valdar myndir frá fjörinu: Elísa, Inga Rúna og Andri hjá Icelandia ásamt Rannveigu eiganda Eldingar hvalaskoðun og Ástu Kristínu hjá Íslenska ferðaklasanum.Kristín María Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra og kona hennar Ragnhildur Sverris ásamt Evu Maríu og Birnu Hrönn eiganda Pink Iceland.Kristín María Huggulegheit við eldinn.Kristín María Bjarni Snæbjörnsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt var í stuði.Kristín María Glóey brúðkaupsskipuleggjandi hjá Pink Iceland ásamt Degi Fannari presti.Kristín María Inga Auðbjörg hjá Siðmennt óskar Evu Maríu eiganda Pink Iceland til hamingju með nýja skrifstofuhúsnæðið.Kristín María Ásta Kristín hjá Íslenska Ferðaklasanum og Birna Hrönn eigandi Pink Iceland í stuði.Kristín María Rakel Tómasdóttir hönnuður og listakona.Kristín María Ivan Svanur hjá Reykjavík Cocktails & Ásthildur förðunarfræðingur.Kristín María Alba hjá Himbrima ásamt Thelmu og Maríu hjá Blómahönnun.Kristín María Haukur Hallson hjá Pink Iceland ásamt ljósmyndurunum Styrmi og Heiðdísi.Kristín María Hannes Sasi eigandi Pink Iceland.Kristín María Margrét Magnúsdóttir förðunarfræðingur.Kristín María Valdimar hjá Pink Iceland ásamt eiginmanni sínum Laimonas ljósmyndara hjá Sunday and White Studio og Olya ljósmyndara. Kristín María Hildur Björk og Heiðrún Helga, prestar sem gifta fyrir Pink Iceland.Kristín María Þorleifur Þór viðskiptastjóri Íslandsstofu ásamt Rannveigu hjá Eldingu hvalaskoðun.Kristín María
Samkvæmislífið Brúðkaup Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira